Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 19:10 Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er sakaður um að hafa sent ríkasta manni heims spilliforrit sem var notað til að stela gögnum. Vísir/EPA Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs. Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs.
Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44
Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32