Borgarráð fjallaði um styttri opnunartíma leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:33 Afar skiptar skoðanir hafa verið uppi um áform borgarinnar um að stytta hámarksopnunartíma leikskóla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tillaga um að framkvæmt verði ítarlegt jafnréttismat, í tengslum við áform borgarinnar um að stytta opnunartíma leikskóla, var afgreidd á fundi borgarráðs í dag. Áformin, sem skiptar skoðanir eru uppi um, byggja á tillögum sem settar eru fram í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík en fulltrúar stýrihópsins mætti á fund borgarráðs í dag. „Við áttum bara mjög gott samtal við hópinn. Svo lögum við fram þessa tillögu um faglegt jafnréttismat og það verði farið í að tala við hagaðila í þessum málum, þá einkum félög foreldra,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Nú sé fyrir höndum heilmikil vinna sem raunar sé þegar byrjuð. Tillagan um að leikskólar borgarinnar loki í síðasta lagi klukkan 16:30 í stað 17:00 var samþykkt af skóla- og frístundaráði í síðustu viku, en samkvæmt henni var miðað við að breytingarnar tækju gildi þann 1. apríl. Þórdís Lóa segir að framkvæmd jafnréttismatsins muni sennilega taka einhverjar vikur og því afar líklegt að breytingarnar taki gildi seinna en lagt var upp með í fyrstu. Langflestir giftir eða í sambúð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að langstæri hluti þeirra foreldra sem greiða fyrir vistunartíma fyrir börn sín lengur en til 16:30 séu giftir eða í sambúð. Hátt í 20% þeirra foreldra sem greiða fyrir leikskólatíma í Reykjavík lengur en til hálf fimm á daginn eru einstæðir foreldrar. Um 73% þeirra eru hjón eða sambúðarfólk. Fram hefur komið að foreldrar ríflega 900 barna séu með dvalarsamning sem líkur eftir klukkan 16:30. Af þeim eru foreldrar hátt í 670 barna í sambúð, eða um 73%. Foreldrar rétt um 180 barna eru einstæðir eða 19,8%. 28 þessara barna eiga foreldra sem eru á örorku en alls um 7% þessara barna eiga foreldra sem eru á örorku, sem vinna sjálfir á leikskóla eða sem eru báðir í námi. Foreldrar um 73% þeirra ríflega 900 barna sem eru með samning um vistun lengur en til 16:30 á daginn eru hjón eða sambúðarfólk samkvæmt upplýsingum frá borginni.Vísir/Hafsteinn „Við höfum gögn sem benda til þess að stærsti hópurinn sem að kaupir tímann eru giftir og fólk í sambúð og meira en helmingur þeirra er ekki að nota tímann en það kunna að vera hópar þarna sem lenda í meiri vandræðum og við viljum eiga þau samtöl með góðu samráði við foreldra úti í hverjum leikskóla og kortleggja þetta á næstu dögum og vikum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Þess vegna verði ráðist í ítarlegt jafnréttismat áður en málið verður samþykkt í borgarráði, en borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum í dag þar sem samþykkt var tillaga um að ráðist verði í þetta jafnréttismat. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs.Vísir/Friðrik Þór „Við erum ekkert að bakka með þetta, alls ekki. En við erum að fá gleggri mynd af stöðunni og betri upplýsingar þannig að við séum með fastara land undir fótum varðandi afleiðingarnar,“ segir Skúli, spurður hvers vegna jafnréttismatið hafi ekki verið framkvæmt fyrr og hvort borgin sé með þessu að draga í land með áformin. Spurður hvort áformunum verði haldið til streitu, óháð því hvað kemur út úr jafnréttismatinu, svarar Skúli á þá leið að enn standi til að gera breytingar. „Við munum leggja til að það verði gerðar breytingar en við munum hlusta á foreldra og taka mið af því hvernig breytingarnar koma við þann hóp. Og eins og ég nefndi áðan þá koma vel til greina einhverjar mótvægisaðgerðir þannig að allir geti unað glaðir við sitt,“ segir Skúli. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. 21. janúar 2020 18:34 Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. 20. janúar 2020 18:30 „Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. 18. janúar 2020 14:30 Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Óskað verði eftir umsögnum allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, meðal annars frá Félagi foreldra leikskólabarna, Heimili og skóla og frá hagsmunasamtökum starfsmanna leikskóla. 21. janúar 2020 17:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Tillaga um að framkvæmt verði ítarlegt jafnréttismat, í tengslum við áform borgarinnar um að stytta opnunartíma leikskóla, var afgreidd á fundi borgarráðs í dag. Áformin, sem skiptar skoðanir eru uppi um, byggja á tillögum sem settar eru fram í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík en fulltrúar stýrihópsins mætti á fund borgarráðs í dag. „Við áttum bara mjög gott samtal við hópinn. Svo lögum við fram þessa tillögu um faglegt jafnréttismat og það verði farið í að tala við hagaðila í þessum málum, þá einkum félög foreldra,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Nú sé fyrir höndum heilmikil vinna sem raunar sé þegar byrjuð. Tillagan um að leikskólar borgarinnar loki í síðasta lagi klukkan 16:30 í stað 17:00 var samþykkt af skóla- og frístundaráði í síðustu viku, en samkvæmt henni var miðað við að breytingarnar tækju gildi þann 1. apríl. Þórdís Lóa segir að framkvæmd jafnréttismatsins muni sennilega taka einhverjar vikur og því afar líklegt að breytingarnar taki gildi seinna en lagt var upp með í fyrstu. Langflestir giftir eða í sambúð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að langstæri hluti þeirra foreldra sem greiða fyrir vistunartíma fyrir börn sín lengur en til 16:30 séu giftir eða í sambúð. Hátt í 20% þeirra foreldra sem greiða fyrir leikskólatíma í Reykjavík lengur en til hálf fimm á daginn eru einstæðir foreldrar. Um 73% þeirra eru hjón eða sambúðarfólk. Fram hefur komið að foreldrar ríflega 900 barna séu með dvalarsamning sem líkur eftir klukkan 16:30. Af þeim eru foreldrar hátt í 670 barna í sambúð, eða um 73%. Foreldrar rétt um 180 barna eru einstæðir eða 19,8%. 28 þessara barna eiga foreldra sem eru á örorku en alls um 7% þessara barna eiga foreldra sem eru á örorku, sem vinna sjálfir á leikskóla eða sem eru báðir í námi. Foreldrar um 73% þeirra ríflega 900 barna sem eru með samning um vistun lengur en til 16:30 á daginn eru hjón eða sambúðarfólk samkvæmt upplýsingum frá borginni.Vísir/Hafsteinn „Við höfum gögn sem benda til þess að stærsti hópurinn sem að kaupir tímann eru giftir og fólk í sambúð og meira en helmingur þeirra er ekki að nota tímann en það kunna að vera hópar þarna sem lenda í meiri vandræðum og við viljum eiga þau samtöl með góðu samráði við foreldra úti í hverjum leikskóla og kortleggja þetta á næstu dögum og vikum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Þess vegna verði ráðist í ítarlegt jafnréttismat áður en málið verður samþykkt í borgarráði, en borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum í dag þar sem samþykkt var tillaga um að ráðist verði í þetta jafnréttismat. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs.Vísir/Friðrik Þór „Við erum ekkert að bakka með þetta, alls ekki. En við erum að fá gleggri mynd af stöðunni og betri upplýsingar þannig að við séum með fastara land undir fótum varðandi afleiðingarnar,“ segir Skúli, spurður hvers vegna jafnréttismatið hafi ekki verið framkvæmt fyrr og hvort borgin sé með þessu að draga í land með áformin. Spurður hvort áformunum verði haldið til streitu, óháð því hvað kemur út úr jafnréttismatinu, svarar Skúli á þá leið að enn standi til að gera breytingar. „Við munum leggja til að það verði gerðar breytingar en við munum hlusta á foreldra og taka mið af því hvernig breytingarnar koma við þann hóp. Og eins og ég nefndi áðan þá koma vel til greina einhverjar mótvægisaðgerðir þannig að allir geti unað glaðir við sitt,“ segir Skúli.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. 21. janúar 2020 18:34 Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. 20. janúar 2020 18:30 „Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. 18. janúar 2020 14:30 Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Óskað verði eftir umsögnum allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, meðal annars frá Félagi foreldra leikskólabarna, Heimili og skóla og frá hagsmunasamtökum starfsmanna leikskóla. 21. janúar 2020 17:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. 21. janúar 2020 18:34
Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45
Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04
Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. 20. janúar 2020 18:30
„Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. 18. janúar 2020 14:30
Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Óskað verði eftir umsögnum allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, meðal annars frá Félagi foreldra leikskólabarna, Heimili og skóla og frá hagsmunasamtökum starfsmanna leikskóla. 21. janúar 2020 17:35