Wang sló Serenu Williams óvænt út og ferill þeirrar dönsku á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:30 Tárin runnu hjá Caroline Wozniacki eftir síðasta leik ferilsins í nótt. Getty/Clive Brunskill Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé. Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé.
Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira