Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 10:30 Ásmundur Helgason, eigandi Gráa kattarins, lýsti óánægju sinni með framkvæmdir á Hverfisgötu í samtali við fréttastofu á síðasta ári. Hann hefur nú krafið borgina um bætur vegna málsins. vísir/baldur hrafnkell Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03