Ekkert verður af stærsta hóteli Norðurlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:36 Fyrirhugað útlit hótelsins. MYND/AVH Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02