Ekkert verður af stærsta hóteli Norðurlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:36 Fyrirhugað útlit hótelsins. MYND/AVH Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02