Banaslys í Hestfirði: Sofnaði líklega undir stýri og lenti á grjóti sem til stóð að fjarlægja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:15 Mynd af grjótinu sem bíllinn lenti á. Skjáskot/RNSA Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið. Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Sjá meira
Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið.
Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34
Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07