Fylgitungl Arion banka til vandræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:30 Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent