Fylgitungl Arion banka til vandræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:30 Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00