Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 16:23 Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en líkt og greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar er aftur kominn upp leki í Vesturlandsbyggingu skólans. Í tilkynningu borgarinnar segir að lekið hafi með þakgluggum sem voru endurnýjaðir í haust. Lekinn hefur valdið sjáanlegum skemmdum á innra byrði þaksins. „Reynt hefur verið að komast í veg fyrir lekann síðan í desember en viðgerðir hafa ekki tekist að fullu. Slæmt tíðarfar undanfarinna vikna hefur gert viðgerðamönnum erfitt fyrir. Reykjavíkurborg mun ganga hratt og vel til verks um leið og færi gefst til að koma í veg fyrir lekann og lagfæra skemmdir sem hafa orðið vegna hans. Miklar endurbætur voru gerðar á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda og því miður tókst ekki betur til. Farið verður yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við verkið,“ segir í tilkynningu borgarinnar,“ segir í tilkynningu borgarinnar þar sem einnig er rakið hvaða framkvæmdir farið var í á skólanum í sumar og haust:Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss: Unnið var í öllum álmum, minnst í Austurlandi og mest í Vesturlandi. Víða var almálað, sett ný gólfefni, nýjar LED lýsingar, ný kerfisloft, nýjar innréttingar og handlaugar ofl. Unnið var að endurbótum vegna rakaskemmda eftir forskrift frá verkfræðistofunni Verkís og Náttúrufræðistofnun Íslands. Samhliða því gekk hluti framkvæmda út á að bæta innivist og hljóðvist Fossvogsskóla.Loftræsting: Settar voru nýjar öflugar loftræstisamstæður í Vesturland og Meginland, ásamt umtalsverðum endurbótum á stofnlögnum, endurnýjun hljóðgildra, inn- og útsogsrista ofl.Endurnýjun þaka Vesturlands og Miðlands: Þök beggja álma voru endurgerð að miklu leyti, settur á þau eldsoðinn pappi, klæðningar endurnýjaðar að hluta, gluggakerfi endurbætt og nýtt bárujárn sett á þökin.Glerveggur í bókasafni: Settur var nýr glerveggur í bókasafni.Matsalur og veggir á lóð: Settur var stór gluggi með tveimur flóttaleiðum á suðurvegg matsals, gerð aðstaða innanhúss fyrir frístund, setbekkir, tröppur og útigeymsla sunnan við matsal.Lóðarfrágangur: Á eystri hluti lóðar skólans voru settar öflugar frárennslislagnir yfirborðsvatns, stígur var malbikaður og lóðin þökulögð. Eftir er að ljúka frágangi í kringum veggi og setbekki við matsal ásamt hellulögnum.Reglubundið viðhald skólans: Samhliða ofanskráðum framkvæmdum var unnið að reglubundnu viðhaldi skólans eins og endurnýjun raflagna, smáspennulagna, lýsingar og gólfefna. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en líkt og greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar er aftur kominn upp leki í Vesturlandsbyggingu skólans. Í tilkynningu borgarinnar segir að lekið hafi með þakgluggum sem voru endurnýjaðir í haust. Lekinn hefur valdið sjáanlegum skemmdum á innra byrði þaksins. „Reynt hefur verið að komast í veg fyrir lekann síðan í desember en viðgerðir hafa ekki tekist að fullu. Slæmt tíðarfar undanfarinna vikna hefur gert viðgerðamönnum erfitt fyrir. Reykjavíkurborg mun ganga hratt og vel til verks um leið og færi gefst til að koma í veg fyrir lekann og lagfæra skemmdir sem hafa orðið vegna hans. Miklar endurbætur voru gerðar á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda og því miður tókst ekki betur til. Farið verður yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við verkið,“ segir í tilkynningu borgarinnar,“ segir í tilkynningu borgarinnar þar sem einnig er rakið hvaða framkvæmdir farið var í á skólanum í sumar og haust:Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss: Unnið var í öllum álmum, minnst í Austurlandi og mest í Vesturlandi. Víða var almálað, sett ný gólfefni, nýjar LED lýsingar, ný kerfisloft, nýjar innréttingar og handlaugar ofl. Unnið var að endurbótum vegna rakaskemmda eftir forskrift frá verkfræðistofunni Verkís og Náttúrufræðistofnun Íslands. Samhliða því gekk hluti framkvæmda út á að bæta innivist og hljóðvist Fossvogsskóla.Loftræsting: Settar voru nýjar öflugar loftræstisamstæður í Vesturland og Meginland, ásamt umtalsverðum endurbótum á stofnlögnum, endurnýjun hljóðgildra, inn- og útsogsrista ofl.Endurnýjun þaka Vesturlands og Miðlands: Þök beggja álma voru endurgerð að miklu leyti, settur á þau eldsoðinn pappi, klæðningar endurnýjaðar að hluta, gluggakerfi endurbætt og nýtt bárujárn sett á þökin.Glerveggur í bókasafni: Settur var nýr glerveggur í bókasafni.Matsalur og veggir á lóð: Settur var stór gluggi með tveimur flóttaleiðum á suðurvegg matsals, gerð aðstaða innanhúss fyrir frístund, setbekkir, tröppur og útigeymsla sunnan við matsal.Lóðarfrágangur: Á eystri hluti lóðar skólans voru settar öflugar frárennslislagnir yfirborðsvatns, stígur var malbikaður og lóðin þökulögð. Eftir er að ljúka frágangi í kringum veggi og setbekki við matsal ásamt hellulögnum.Reglubundið viðhald skólans: Samhliða ofanskráðum framkvæmdum var unnið að reglubundnu viðhaldi skólans eins og endurnýjun raflagna, smáspennulagna, lýsingar og gólfefna.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira