Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00