Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 20:49 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Primera air fór á hausinn haustið 2018. Vísir/vilhelm Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum á Íslandi hafi dregist saman um 44% á milli áranna 2018 og 2019. Hagstofan rekur samdráttinn til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en Wow air og Primera air lögðu bæði upp laupana á skömmum tíma. Í bráðabirgðaútreikningum Hagstofunnar á losun koltvísýringsígilda er aðeins tekið tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki erlendra félaga sem hafa viðkomu á Íslandi. Losunin hafði aukist um 5% á milli áranna 2017 og 2018. Losunin minnkaði úr tæplega 2,8 milljónum tonnum árið 2018 í tæpar 1,6 milljónir tonna í fyrra. Hún fellur ekki undir skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins. Á sama tímabili stóð losun frá stóriðju svo gott sem í stað. Losunin hefur numið rúmum 1,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minni framleiðsla og bilanir í verksmiðjum eru sagðar ástæða þess að losun frá málmframleiðslu lækkaði um tæp 110.000 tonn á milli 2018 og 2019. Aukning í losun frá kísilverum vó upp á móti lækkuninni frá málmframleiðslunni. Stóriðjulosun fellur heldur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum heldur samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Sá fyrirvari er settur við útreikninga Hagstofunnar að losunartölurnar séu bráðabirgðatölur. Þær verði endurskoðaðar þegar nákvæmari göng liggja fyrir. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum á Íslandi hafi dregist saman um 44% á milli áranna 2018 og 2019. Hagstofan rekur samdráttinn til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en Wow air og Primera air lögðu bæði upp laupana á skömmum tíma. Í bráðabirgðaútreikningum Hagstofunnar á losun koltvísýringsígilda er aðeins tekið tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki erlendra félaga sem hafa viðkomu á Íslandi. Losunin hafði aukist um 5% á milli áranna 2017 og 2018. Losunin minnkaði úr tæplega 2,8 milljónum tonnum árið 2018 í tæpar 1,6 milljónir tonna í fyrra. Hún fellur ekki undir skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins. Á sama tímabili stóð losun frá stóriðju svo gott sem í stað. Losunin hefur numið rúmum 1,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minni framleiðsla og bilanir í verksmiðjum eru sagðar ástæða þess að losun frá málmframleiðslu lækkaði um tæp 110.000 tonn á milli 2018 og 2019. Aukning í losun frá kísilverum vó upp á móti lækkuninni frá málmframleiðslunni. Stóriðjulosun fellur heldur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum heldur samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Sá fyrirvari er settur við útreikninga Hagstofunnar að losunartölurnar séu bráðabirgðatölur. Þær verði endurskoðaðar þegar nákvæmari göng liggja fyrir.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira