34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 10:01 Hermenn skoða vettvang eldflaugaárásarinnar sem var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Vísir/AP Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30
Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent