Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2020 13:30 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn. Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn.
Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira