Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 20:00 Þau Davíð Már hjá Landsbjörg og Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segja alla fylgjast vel með stöðu mála. Vísir/Vilhelm/Rauði Krossinn Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13