„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:58 Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. landmælingar Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30