Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2020 20:31 Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira