Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 18:02 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu. Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu.
Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira