Erlent

Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Andrés prins virðist ekki ætla að verða að liði í rannsókn á meintum brotum Epstein, þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Andrés prins virðist ekki ætla að verða að liði í rannsókn á meintum brotum Epstein, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Vísir/Getty

Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. Prinsinn og Epstein voru vinir, en sá síðarnefndi lést í fyrra.

Lisa Bloom er einn þeirra lögmanna sem fara nú með mál þeirra sem sakað hafa Epstein um kynferðisafbrot gegn sér, og hún segir fórnarlömb Epstein vera „hneyksluð“ á prinsinum, en hann er sagður afar ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein.

Áður hefur prinsinn sagt að hann hafi ekki orðið vitni að, eða orðið var við nokkuð grunsamlegt í fari Epstein, í heimsóknum sínum á heimili hins síðarnefnda.

Andrés sagðist viðtali við breska ríkisútvarpið í nóvember á síðasta ári tilbúinn til þess að aðstoða yfirvöld í rannsókninni, en síðan þá hefur hann ekki svarað beiðnum um að verða rannsóknaraðilum að liði, hvorki frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), né saksóknurum í málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×