Airbus semur um 500 milljarða sekt vegna mútugreiðslna Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 09:40 Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til söluaðila. Getty Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus verður sektaður um fjóra milljarða Bandaríkjadala, um 500 milljarða íslenskra króna, eftir að samkomulag náðist í kjölfar rannsóknar á spillingu af hálfu flugvélaframleiðandans og mútur í tengslum við flugvélasölu. Erlendir fjölmiðlar segja að þetta hafi orðið ljóst eftir að samkomulag náðist í viðræðum Airbus við bresk, frönsk og bandarísk yfirvöld. Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til milliliða í söluferli flugvéla. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi að sektin sé líklega sú hæsta í sögunni þegar kemur að spillingarmálum, en rannsóknin hefur staðið í um þrjú ár og hefur orðið mikil breyting á stjórnendateymi Airbus á þeim tíma. Þurfa að leggja blessun sína yfir samkomulagið Dómstólar í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið, en verði gefið grænt ljós myndi það leiða til þess að flugvélaframleiðandinn myndi komast hjá því að sæta ákæru. Færi svo að Airbus yrði dregið fyri dómstóla ætti félagið á hættu að verða meinað að taka þátt í opinberum útboðum bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Dómstólar munu taka afstöðu til samkomulagsins síðar í vikunni. Stjórnendur Airbus eru sagðir hafa gerst sekir um spillingarbrot á evrópskum markaði á um tíu ára tímabili, en bandarísk yfirvöld rannsökuðu félagið vegna gruns um að hafa brotið gegn reglum um útflutning. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Airbus hækkuðu um eitt prósent í morgun eftir að tilkynnt var um samkomulagið. Má telja að fjárfestar álíti að með samkomulaginu sé verið að fjarlægja stein í götu flugvélaframleiðandans sem hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins síðustu ár. Airbus Bandaríkin Bretland Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus verður sektaður um fjóra milljarða Bandaríkjadala, um 500 milljarða íslenskra króna, eftir að samkomulag náðist í kjölfar rannsóknar á spillingu af hálfu flugvélaframleiðandans og mútur í tengslum við flugvélasölu. Erlendir fjölmiðlar segja að þetta hafi orðið ljóst eftir að samkomulag náðist í viðræðum Airbus við bresk, frönsk og bandarísk yfirvöld. Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til milliliða í söluferli flugvéla. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi að sektin sé líklega sú hæsta í sögunni þegar kemur að spillingarmálum, en rannsóknin hefur staðið í um þrjú ár og hefur orðið mikil breyting á stjórnendateymi Airbus á þeim tíma. Þurfa að leggja blessun sína yfir samkomulagið Dómstólar í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið, en verði gefið grænt ljós myndi það leiða til þess að flugvélaframleiðandinn myndi komast hjá því að sæta ákæru. Færi svo að Airbus yrði dregið fyri dómstóla ætti félagið á hættu að verða meinað að taka þátt í opinberum útboðum bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Dómstólar munu taka afstöðu til samkomulagsins síðar í vikunni. Stjórnendur Airbus eru sagðir hafa gerst sekir um spillingarbrot á evrópskum markaði á um tíu ára tímabili, en bandarísk yfirvöld rannsökuðu félagið vegna gruns um að hafa brotið gegn reglum um útflutning. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Airbus hækkuðu um eitt prósent í morgun eftir að tilkynnt var um samkomulagið. Má telja að fjárfestar álíti að með samkomulaginu sé verið að fjarlægja stein í götu flugvélaframleiðandans sem hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins síðustu ár.
Airbus Bandaríkin Bretland Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira