Hefðu sent öll neyðarboðin samtímis ef um neyðartilfelli væri að ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:09 Frá Grindavík. Fjallið Þorbjörn er í baksýn en á honum er töluvert af fjarskiptabúnaði. Vísir/Arnar Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52