Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2020 11:57 Páll við skjá jarðskjálftamælis, sem staðsettur er í Grindavík. Mælirinn hefur sýnt stöðuga smáskjálftavirkni í morgun, sem er merki um að landris haldi áfram. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grindvíkingar voru með tveimur jarðskjálfum snemma í morgun óþyrmilega minntir á þá ógn sem steðjar að byggðinni þessa dagana. Samkvæmt skjálftavef Veðurstofu Íslands varð skjálfti upp á 3,5 stig klukkan hálffimm og annar um fimmleytið sem mældist 3,2 að stærð, báðir með upptök aðeins einn og hálfan til tvo kílómetra frá Grindavík. Óvenjuleg breyting sást á gps mælum í morgun sem sýndi að ekkert landris hafi orðið á svæðinu í gær. Vísindamenn vilja þó ekki draga of miklar ályktanir af þessari einu mælingu og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að skjálftamælir í Grindavík hafi í morgun sýnt að ekkert lát er á smáskjálftum, sem er merki um að landrisið sé enn í fullum gangi. Páll telur þó enn líklegast að næst verði kvikuinnskot neðanjarðar fremur en eldgos. „Í mínum huga þá er gangainnskot langlíklegasti næsti þáttur í þessu, ef landrisið heldur áfram. Þetta er byggt á reynslu annarsstaðar frá, af svipuðum atburðum, bæði hér frá Kröflu og Bárðarbungu og Havaí og fleiri stöðum.“ Horft frá Grindavík til norðvesturs í átt að Þorbirni. Það er á svæðinu handan við fjallið sem líklegast þykir að gossprunga opnist, ef eldgos verður á annað borð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Páll líklegast að ef það gysi þá yrði það á sprungu í Eldvörpum norðvestan við fjallið Þorbjörn. En hvenær í fyrsta lagi miðað við hraða landrissins gætu menn búist við eldgosi? „Þetta er eitt af því sem er mjög illa vitað um. Við vitum ekki um hvar þröskuldurinn er. Við stefnum í áttina að einhverjum þröskuldi en við vitum bara ekki hvað hann er langt í burtu. Þannig að ég held að það sé best að segja sem minnst um það. En það er líklegt að þegar að því kemur þá verður breyting á atburðarásinni. Og þær breytingar eiga að vera auðveldar, - að bera kennsl á. Þannig að það mundi þá vera tilefni til að gefa út viðvörun, þegar að því kemur. En það er líklegt að það sé þá fyrirvari sem menn hafa upp á einhverja klukkutíma.“ Páll segir að kvikan sé núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Og það er ekkert sem bendir til á þessari stundu að eldgos sé að bresta á. „Ég mundi segja, treysta mér til að segja, að þetta er ekki að fara að gerast á næstu klukkutímum. En ég veit ekki hvað gerist á morgun eða í næstu viku. Ég held að enginn geti sagt til um það,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um líklega staðsetningu gossprungu: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grindvíkingar voru með tveimur jarðskjálfum snemma í morgun óþyrmilega minntir á þá ógn sem steðjar að byggðinni þessa dagana. Samkvæmt skjálftavef Veðurstofu Íslands varð skjálfti upp á 3,5 stig klukkan hálffimm og annar um fimmleytið sem mældist 3,2 að stærð, báðir með upptök aðeins einn og hálfan til tvo kílómetra frá Grindavík. Óvenjuleg breyting sást á gps mælum í morgun sem sýndi að ekkert landris hafi orðið á svæðinu í gær. Vísindamenn vilja þó ekki draga of miklar ályktanir af þessari einu mælingu og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að skjálftamælir í Grindavík hafi í morgun sýnt að ekkert lát er á smáskjálftum, sem er merki um að landrisið sé enn í fullum gangi. Páll telur þó enn líklegast að næst verði kvikuinnskot neðanjarðar fremur en eldgos. „Í mínum huga þá er gangainnskot langlíklegasti næsti þáttur í þessu, ef landrisið heldur áfram. Þetta er byggt á reynslu annarsstaðar frá, af svipuðum atburðum, bæði hér frá Kröflu og Bárðarbungu og Havaí og fleiri stöðum.“ Horft frá Grindavík til norðvesturs í átt að Þorbirni. Það er á svæðinu handan við fjallið sem líklegast þykir að gossprunga opnist, ef eldgos verður á annað borð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Páll líklegast að ef það gysi þá yrði það á sprungu í Eldvörpum norðvestan við fjallið Þorbjörn. En hvenær í fyrsta lagi miðað við hraða landrissins gætu menn búist við eldgosi? „Þetta er eitt af því sem er mjög illa vitað um. Við vitum ekki um hvar þröskuldurinn er. Við stefnum í áttina að einhverjum þröskuldi en við vitum bara ekki hvað hann er langt í burtu. Þannig að ég held að það sé best að segja sem minnst um það. En það er líklegt að þegar að því kemur þá verður breyting á atburðarásinni. Og þær breytingar eiga að vera auðveldar, - að bera kennsl á. Þannig að það mundi þá vera tilefni til að gefa út viðvörun, þegar að því kemur. En það er líklegt að það sé þá fyrirvari sem menn hafa upp á einhverja klukkutíma.“ Páll segir að kvikan sé núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Og það er ekkert sem bendir til á þessari stundu að eldgos sé að bresta á. „Ég mundi segja, treysta mér til að segja, að þetta er ekki að fara að gerast á næstu klukkutímum. En ég veit ekki hvað gerist á morgun eða í næstu viku. Ég held að enginn geti sagt til um það,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um líklega staðsetningu gossprungu:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15