„Pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:32 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkisnefndar. Vísir Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins.
Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira