Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:30 Það var tómlegt um að litast í verslun Cintamani á Laugavegi í dag. Vísir/arnar Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu. Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu.
Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30
Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49
Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46