Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 20:47 Dawn Dunning bar vitni í dag. Til vinstri má sjá Harvey Weinstein mæta í réttarsal. Vísir/Getty Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. Atvikið átti sér stað árið 2004 þegar leikkonan starfaði sem þjónn og var að taka sín fyrstu skref innan kvikmyndaheimsins. Hún segist hafa hitt Weinstein fyrst á næturklúbbi í New York þar sem hún starfaði. Þar hafi hann boðist til þess að hjálpa henni að koma sér á framfæri sem leikkona og boðaði hana á fund á hótelherbergi sínu. Það hafi aldrei hvarflað að henni að sá fundur færi fram á öðrum forsendum en viðskiptalegum.Sjá einnig: Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Til stóð að ræða hlutverk fyrir Dunning í kvikmynd sem framleidd yrði af framleiðslufyrirtækinu Miramax sem Weinstein stjórnaði á þeim tíma. Fimm starfsmenn fyrirtækisins voru í hótelherberginu þegar hún kom þangað inn og því fátt sem benti til þess að þarna væri um annað að ræða en viðskiptafund. Tók hana afsíðis og braut á henni Hún lýsti því hvernig Weinstein bað hana um að koma í annað herbergi. Þar hafi þau setið á rúminu og spjallað saman og segir Dunning að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. Hún hafi treyst honum og ekkert sem benti til þess að hann myndi brjóta á henni. „Höndin hans fór undir nærfötin mín. Hann var að reyna að koma henni inn í leggöngin mín,“ sagði Dunning og brotnaði samstundis niður. Þegar saksóknari spurði hana hvort hönd hans hafi farið í leggöng hennar og svaraði hún játandi en tók þó fram að hann hafi ekki farið „alla leið“. Hún segist hafa verið í töluverðu áfalli eftir atvikið. Weinstein hafi sagt henni að þetta væri ekki stórmál og hún ætti sjálf ekki að gera stórmál úr þessu. Þetta kæmi ekki fyrir aftur. „Ég var að reyna að fá vinnu frá honum svo þetta var eins og starfssamband,“ sagði Dunning, sem sagðist hafa verið mjög spennt að hitta framleiðandann fram að þessu. Henni hafi þótt mjög merkilegt að fá fund með Weinstein enda vissi hún hversu valdamikill hann væri í þessum geira. Harvey Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum. Margar þeirra voru að reyna að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaiðnaðinum.Vísir/Getty „Þú mátt fá þessi þrjú hlutverk ef þú ferð í trekant með mér og aðstoðarmanni mínum“ Dunning ákvað að hitta Weinstein aftur á öðru hóteli enda hafði henni verið lofað að fundurinn færi fram á veitingastað hótelsins en ekki uppi á herbergi. Þegar hún kom á staðinn kom annað á daginn og hún send í herbergi framleiðandans. Þar hafi hann tekið á móti henni í baðslopp einum fata. „Hann var í mikilli yfirþyngd og maginn á honum lafði niður,“ sagði Dunning þegar hún var beðinn um að lýsa því hvernig Weinstein tók á móti henni. Í herberginu hafði Weinstein raðað þremur samningum á borð sem voru hlutverk í þremur bíómyndum. Hann bauð henni hlutverkin með einu skilyrði: „Þú mátt fá þessi þrjú hlutverk ef þú ferð í trekant með mér og aðstoðarmanni mínum,“ sagði framleiðandinn. Dunning tók tilboði framleiðandans sem gríni. Þegar hann sagðist gefa henni hlutverkin í skiptum fyrir kynlíf fór hún að hlæja en þá reiddist Weinstein og öskraði á hana að hún kæmist aldrei langt innan kvikmyndaheimsins. „Svona virkar bransinn. Svona komust leikkonur þangað þar sem þær eru í dag,“ á Weinstein að hafa öskrað og bætti því næst við að bæði Charlize Theron og Salma Hayek hefðu stundað samskonar „viðskipti“ fyrir hlutverk. Vissi ekki hvort þetta væri ólöglegt Hún segist ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera. Hún hafi orðið hrædd og ákveðið að hlaupa út í næsta leigubíl. Stuttu seinna hafi hún fengið símtal frá aðstoðarmanni Weinstein sem tilkynnti henni að hann vildi tala við hana. Hún neitaði að ræða við hann og segist ekki hafa heyrt í honum síðan. Hún segir atvikið hafa orðið til þess að hún gaf leiklistardrauminn upp á bátinn og sneri sér að öðrum verkefnum. Hún hafi þó sagt vinum og vandamönnum frá því sem hafði gerst en ekki hringt í lögregluna því hún vissi ekki hvort háttsemi Weinstein væri ólögleg. „Ég hætti að leika eftir þetta. Ég hélt áfram að gera list með vinum eða litla hluti, en ég hætti að fara í áheyrnarprufur. Ég hætti að reyna eins og ég hafði reynt áður,“ sagði Dunning. Bandaríkin Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. Atvikið átti sér stað árið 2004 þegar leikkonan starfaði sem þjónn og var að taka sín fyrstu skref innan kvikmyndaheimsins. Hún segist hafa hitt Weinstein fyrst á næturklúbbi í New York þar sem hún starfaði. Þar hafi hann boðist til þess að hjálpa henni að koma sér á framfæri sem leikkona og boðaði hana á fund á hótelherbergi sínu. Það hafi aldrei hvarflað að henni að sá fundur færi fram á öðrum forsendum en viðskiptalegum.Sjá einnig: Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Til stóð að ræða hlutverk fyrir Dunning í kvikmynd sem framleidd yrði af framleiðslufyrirtækinu Miramax sem Weinstein stjórnaði á þeim tíma. Fimm starfsmenn fyrirtækisins voru í hótelherberginu þegar hún kom þangað inn og því fátt sem benti til þess að þarna væri um annað að ræða en viðskiptafund. Tók hana afsíðis og braut á henni Hún lýsti því hvernig Weinstein bað hana um að koma í annað herbergi. Þar hafi þau setið á rúminu og spjallað saman og segir Dunning að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. Hún hafi treyst honum og ekkert sem benti til þess að hann myndi brjóta á henni. „Höndin hans fór undir nærfötin mín. Hann var að reyna að koma henni inn í leggöngin mín,“ sagði Dunning og brotnaði samstundis niður. Þegar saksóknari spurði hana hvort hönd hans hafi farið í leggöng hennar og svaraði hún játandi en tók þó fram að hann hafi ekki farið „alla leið“. Hún segist hafa verið í töluverðu áfalli eftir atvikið. Weinstein hafi sagt henni að þetta væri ekki stórmál og hún ætti sjálf ekki að gera stórmál úr þessu. Þetta kæmi ekki fyrir aftur. „Ég var að reyna að fá vinnu frá honum svo þetta var eins og starfssamband,“ sagði Dunning, sem sagðist hafa verið mjög spennt að hitta framleiðandann fram að þessu. Henni hafi þótt mjög merkilegt að fá fund með Weinstein enda vissi hún hversu valdamikill hann væri í þessum geira. Harvey Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum. Margar þeirra voru að reyna að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaiðnaðinum.Vísir/Getty „Þú mátt fá þessi þrjú hlutverk ef þú ferð í trekant með mér og aðstoðarmanni mínum“ Dunning ákvað að hitta Weinstein aftur á öðru hóteli enda hafði henni verið lofað að fundurinn færi fram á veitingastað hótelsins en ekki uppi á herbergi. Þegar hún kom á staðinn kom annað á daginn og hún send í herbergi framleiðandans. Þar hafi hann tekið á móti henni í baðslopp einum fata. „Hann var í mikilli yfirþyngd og maginn á honum lafði niður,“ sagði Dunning þegar hún var beðinn um að lýsa því hvernig Weinstein tók á móti henni. Í herberginu hafði Weinstein raðað þremur samningum á borð sem voru hlutverk í þremur bíómyndum. Hann bauð henni hlutverkin með einu skilyrði: „Þú mátt fá þessi þrjú hlutverk ef þú ferð í trekant með mér og aðstoðarmanni mínum,“ sagði framleiðandinn. Dunning tók tilboði framleiðandans sem gríni. Þegar hann sagðist gefa henni hlutverkin í skiptum fyrir kynlíf fór hún að hlæja en þá reiddist Weinstein og öskraði á hana að hún kæmist aldrei langt innan kvikmyndaheimsins. „Svona virkar bransinn. Svona komust leikkonur þangað þar sem þær eru í dag,“ á Weinstein að hafa öskrað og bætti því næst við að bæði Charlize Theron og Salma Hayek hefðu stundað samskonar „viðskipti“ fyrir hlutverk. Vissi ekki hvort þetta væri ólöglegt Hún segist ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera. Hún hafi orðið hrædd og ákveðið að hlaupa út í næsta leigubíl. Stuttu seinna hafi hún fengið símtal frá aðstoðarmanni Weinstein sem tilkynnti henni að hann vildi tala við hana. Hún neitaði að ræða við hann og segist ekki hafa heyrt í honum síðan. Hún segir atvikið hafa orðið til þess að hún gaf leiklistardrauminn upp á bátinn og sneri sér að öðrum verkefnum. Hún hafi þó sagt vinum og vandamönnum frá því sem hafði gerst en ekki hringt í lögregluna því hún vissi ekki hvort háttsemi Weinstein væri ólögleg. „Ég hætti að leika eftir þetta. Ég hélt áfram að gera list með vinum eða litla hluti, en ég hætti að fara í áheyrnarprufur. Ég hætti að reyna eins og ég hafði reynt áður,“ sagði Dunning.
Bandaríkin Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30