Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar FH vann KR og úr jafnteflinu í Garðabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson og félagar í FH eru komnir upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla.
Guðmundur Kristjánsson og félagar í FH eru komnir upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. vísir/hag

Keppni í Pepsi Max-deild karla hófst á ný í gær með tveimur leikjum. FH sigraði Íslandsmeistara KR, 1-2, á Meistaravöllum og á Samsung-vellinum gerðu Stjarnan og Grótta 1-1 jafntefli.

Daníel Hafsteinsson kom FH yfir gegn KR á 15. mínútu með góðu skoti eftir sendingu Þóris Jóhanns Helgasonar.

Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fjórum mínútum fyrir hálfleik þegar hann skoraði gegn sínu gamla félagi.

Sigurmark FH kom á 75. mínútu og uppskriftin var sú sama og í fyrra markinu. Þórir Jóhann sendi á Daníel sem skoraði.

Með sigrinum komst FH upp í 3. sæti deildarinnar. Liðið er með sautján stig, jafn mörg og KR sem er í 2. sætinu.

Stjarnan komst yfir gegn Gróttu á 26. mínútu þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark eftir að hann kom frá Breiðabliki.

Gestirnir gáfust ekki upp og á 74. mínútu jafnaði Karl Friðleifur Gunnarsson í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Þetta var fjórða mark Karls í sumar en hann er markahæsti leikmaður Gróttu.

Stjarnan er með fimmtán stig í 4. sæti deildarinnar og á tvo leiki til góða. Grótta er í ellefta og næstneðsta sæti með sex stig.

Mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: KR 1-2 FH
Klippa: Stjarnan 1-1 Grótta

Tengdar fréttir

Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-1 tap gegn FH í kvöld þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×