Íslenski boltinn

Ágúst: Við lögðum rútunni

Andri Már Eggertsson skrifar
Ágúst var sáttur með sína stráka eftir jafnteflið við Stjörnuna.
Ágúst var sáttur með sína stráka eftir jafnteflið við Stjörnuna. vísir/vilhelm

Pepsi Max-deild karla fór af stað á nýju eftir að hlé var gert á deildinni vegna seinni bylgju kórónuveirunnar. Stjarnan fékk nýliða Gróttu í heimsókn á Samsung vellinum og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli.

„1-1 jafntefli á móti Stjörnunni voru sanngjörn úrslit. Fyrir leik talaði ég um að Stjarnan væri besta liðið í dag eins og deildin var að spilast og við fögnum því. Við spiluðum góðan varnarleik settum leikinn vel upp og fengu Stjarnan ekki mikið af færum í kvöld,“ sagði Ágúst glaður og var mjög ánægður með að vinna seinni hálfleikinn 1-0.

Varnarleikur Gróttu var frábær í kvöld, fram að 80. mínútu fékk Stjarnan nánast bara 2-3 góð færi sem komu á korters kafla eftir að liðið skoraði fyrsta mark leiksins.

„Eins og þetta er kallað þá lögðum við rútunni fyrir markið sem skilaði sér í góðu vinnu framlagi, við virðum klárlega stigið því það hjálpar okkur mikið á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Ágúst.

Undir lok leiks herjaði Stjarnan heldur mikið á mark Gróttu sem voru komnir með allt liðið á teigin að verja markið sitt. Ágúst var orðinn stressaður undir lok leiks en það var alltaf einhver leikmaður Gróttu sem náði að komast í boltann og koma í veg fyrir að Stjarnan kæmi inn sigurmarki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×