Utanríkisráðherra Ísrael frestar heimsókn af öryggisástæðum Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 11:55 Ekki er vitað hvenær Katz hyggst fara til Dúbaí. Vísir/Getty Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök. Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök.
Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44
Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09