Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 12:54 „Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15