Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 12:54 „Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
„Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið