Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 22:00 Byrjað verður á kaflanum næst Selfossi. Ingólfsfjall til vinstri og Ölfusá til hægri. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus. Þegar framkvæmdum lýkur eftir þrjú ár verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum alla leið milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband frá Vegagerðinni af væntanlegri legu vegarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. En núna er komið að því að halda verkinu áfram og er stefnt að því að sjö kílómetra kafli milli Gljúfurholtsár og gatnamóta Biskupstungnabrautar við Selfoss verði boðinn út fyrir lok mánaðarins á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð í byrjun mars og eiga framkvæmdir að vera komnar á fullt í vor, að sögn Óskar Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar. Þeir fara síðan í áfanga milli Ingólfsfjalls og Kögunarhóls, en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Mesta breytingin á veglínu verður á kaflanum vestan Ingólfsfjalls. Þar verður vegurinn lagður fjær Ingólfshvoli og hlykkur austan Kotstrandar tekinn af. Þar kemur nýr innansveitarvegur að Gljúfurárholti, sem liggja mun í göngum undir Suðurlandsveg skammt frá Kotströnd. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta sjö kílómetra verk en því á að öllu að vera lokið árið 2022. Við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, verður þjóðvegurinn færður fjær bænum.Mynd/Vegagerðin. Í framhaldi af því verður síðasti áfanginn boðinn út, kaflinn milli Varmár og Kamba, en þar á færa veginn fjær Hveragerði. Þeim kafla eru eyrnamerkir 2,4 milljarðar króna á samgönguáætlun á árunum 2023 og 2024. Þegar því lýkur verður búið að breikka allan veginn um Ölfus milli Kamba og Selfoss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus. Þegar framkvæmdum lýkur eftir þrjú ár verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum alla leið milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband frá Vegagerðinni af væntanlegri legu vegarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. En núna er komið að því að halda verkinu áfram og er stefnt að því að sjö kílómetra kafli milli Gljúfurholtsár og gatnamóta Biskupstungnabrautar við Selfoss verði boðinn út fyrir lok mánaðarins á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð í byrjun mars og eiga framkvæmdir að vera komnar á fullt í vor, að sögn Óskar Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar. Þeir fara síðan í áfanga milli Ingólfsfjalls og Kögunarhóls, en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Mesta breytingin á veglínu verður á kaflanum vestan Ingólfsfjalls. Þar verður vegurinn lagður fjær Ingólfshvoli og hlykkur austan Kotstrandar tekinn af. Þar kemur nýr innansveitarvegur að Gljúfurárholti, sem liggja mun í göngum undir Suðurlandsveg skammt frá Kotströnd. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta sjö kílómetra verk en því á að öllu að vera lokið árið 2022. Við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, verður þjóðvegurinn færður fjær bænum.Mynd/Vegagerðin. Í framhaldi af því verður síðasti áfanginn boðinn út, kaflinn milli Varmár og Kamba, en þar á færa veginn fjær Hveragerði. Þeim kafla eru eyrnamerkir 2,4 milljarðar króna á samgönguáætlun á árunum 2023 og 2024. Þegar því lýkur verður búið að breikka allan veginn um Ölfus milli Kamba og Selfoss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27