Úr Pepsi-deildinni í fótbolta á stórmót í handbolta | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2020 07:00 Viggó valdi á endanum handboltann eftir að hafa lagt aðaláherslu á fótboltann í nokkur ár. mynd/hsí/blikar.is Viggó Kristjánsson átti eftirminnilega innkomu þegar Ísland vann Rússland, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020 í handbolta í gær. Skyttan örvhenta lék í rúmar 19 mínútur gegn Rússum og nýtti þær einstaklega vel. Hann skoraði fjögur mörk, fiskaði eitt vítakast og átti eina sendingu sem gaf víti. Viggó, sem er 26 ára, er á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan hann lék sína fyrstu landsleiki. Seltirningurinn lék með Íslandi í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð í október í fyrra og heillaði landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson sem tók hann með á EM. Viggó er með svolítið annan bakgrunn en aðrir í íslenska landsliðinu. Fram til 2014 einbeitti hann sér að fótbolta og lék m.a. með Breiðabliki í Pepsi-deild karla. Þá lék hann átta leiki fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta. Viggó í leik með Gróttu gegn Víkingi R. 2010. Með honum á myndinni er gamli landsliðsframherjinn Helgi Sigurðsson.vísir/valli Eftir tímabilið 2011, þar sem Viggó lék 20 leiki með Gróttu í 1. deildinni, samdi hann við Breiðablik sem hafði orðið Íslandsmeistari árið áður. Tímabilið 2012 var Viggó lánaður til ÍR og lék 15 leiki með liðinu í 1. deildinni. Árið eftir fékk hann hins vegar tækifæri með Breiðabliki. Hann lék tólf leiki með Blikum í Pepsi-deildinni auk fjögurra bikarleikja. Viggó í leik með Breiðabliki sumarið 2013.mynd/blikar.is Í leikjunum tólf í Pepsi-deildinni gaf Viggó þrjár stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mark. Stoðsendingarnar og vítið sem hann náði í má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fótboltatilþrif Viggós Viggó fór aftur í Gróttu 2014 og það sumar skoraði hann ellefu mörk í 20 leikjum í 2. deildinni. Það voru síðustu leikir Viggós í meistaraflokki í fótbolta. Hann tók aftur upp þráðinn í handboltanum með Gróttu og tímabilið 2014-15 var hann markahæstur í 1. deildinni sem Seltirningar unnu með yfirburðum. Viggó skoraði 192 mörk í 22 leikjum, eða 8,7 mörk að meðaltali í leik. Tímabilið 2015-16 lék Viggó svo með Gróttu í Olís-deildinni. Seltirningar enduðu í 5. sæti og komust í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Valsmönnum. Viggó skoraði 117 mörk í 27 deildarleikjum og var næstmarkahæstur í liði Gróttu. Tveimur árum eftir að hafa tekið upp handboltaþráðinn að nýju var Viggó kominn í atvinnumennsku.vísir/vilhelm Sumarið 2016 samdi Viggó við Randers í Danmörku. Hann lék svo með West Wien í Austurríki um tveggja ára skeið áður en hann gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig fyrir þetta tímabil. Viggó stoppaði stutt við hjá Leipzig því í nóvember samdi hann við Wetzlar út tímabilið. Að því loknu gengur hann til liðs við Stuttgart. Þess má geta að Viggó er sonur bæjarstjórans á Seltjarnarnesi, Ásgerðar Halldórsdóttur. Viggó og félagar í íslenska landsliðinu mæta Ungverjalandi í lokaleik sínum í E-riðli á morgun. Vinni Íslendingar taka þeir tvö stig með sér í milliriðla. EM 2020 í handbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Viggó aftur að fá nýjan samning í Þýskalandi Nóg að gera hjá Viggó Kristjánssyni við samningaborðið. 26. nóvember 2019 11:30 Hafa gaman af fótboltafortíð nýja íslenska handboltamannsins síns Viggó Kristjánsson er nýjasti íslenski leikmaðurinn í dönsku handboltadeildinni en hann hefur gengið frá samningi um að spila með Randers HH á næstu leiktíð. 3. júní 2016 08:26 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Viggó í landsliðið Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, hefur neyðst til þess að gera breytingu á landsliðshópi sínum. 15. október 2019 10:41 Viggó: Maður bætir sig hratt í Bundesligunni Viggó Kristjánsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta, er staðráðinn í að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. 26. október 2019 10:30 Ísland aldrei unnið stærri sigur á EM en í dag Ísland vann ellefu marka sigur á Rússlandi, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020. 13. janúar 2020 21:55 Íslendingar komnir í milliriðla en þurfa að vinna Ungverja Ísland er komið áfram í milliriðla á EM 2020 en þarf samt ennþá að vinna lokaleikinn í riðlakeppninni. 13. janúar 2020 21:27 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Uppgjör Henrys: Rússneski björninn á hlaðborði strákanna okkar Strákarnir okkur buðu til veislu í Malmö Arena í kvöld. Veisla sem verður lengi í minnum höfð. Stórkostlegur leikur hjá þeim og frábær ellefu marka sigur, 34-23, í húsi. Það voru engir aukaleikarar í kvöld. Bara stjörnur sem blómstruðu. 13. janúar 2020 20:30 Kynntu Viggó til leiks með fimmtán ára gamalli mynd af honum og Kretzschmar Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. 1. apríl 2019 23:00 Viggó: Mig hefur dreymt um þessa stund Nýliðinn af Seltjarnarnesinu, Viggó Kristjánsson, mun fá nokkuð stórt hlutverk á EM en hann deilir skyttustöðunni hægra megin með Alexander Peterssyni. 11. janúar 2020 13:30 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. 8. janúar 2020 11:00 Sportpakkinn: Viggó samdi við Wetzlar Viggó Kristjánsson hefur færst sig um set í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hann mun spila með Wetzlar það sem eftir er tímabils. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Viggó Kristjánsson átti eftirminnilega innkomu þegar Ísland vann Rússland, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020 í handbolta í gær. Skyttan örvhenta lék í rúmar 19 mínútur gegn Rússum og nýtti þær einstaklega vel. Hann skoraði fjögur mörk, fiskaði eitt vítakast og átti eina sendingu sem gaf víti. Viggó, sem er 26 ára, er á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan hann lék sína fyrstu landsleiki. Seltirningurinn lék með Íslandi í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð í október í fyrra og heillaði landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson sem tók hann með á EM. Viggó er með svolítið annan bakgrunn en aðrir í íslenska landsliðinu. Fram til 2014 einbeitti hann sér að fótbolta og lék m.a. með Breiðabliki í Pepsi-deild karla. Þá lék hann átta leiki fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta. Viggó í leik með Gróttu gegn Víkingi R. 2010. Með honum á myndinni er gamli landsliðsframherjinn Helgi Sigurðsson.vísir/valli Eftir tímabilið 2011, þar sem Viggó lék 20 leiki með Gróttu í 1. deildinni, samdi hann við Breiðablik sem hafði orðið Íslandsmeistari árið áður. Tímabilið 2012 var Viggó lánaður til ÍR og lék 15 leiki með liðinu í 1. deildinni. Árið eftir fékk hann hins vegar tækifæri með Breiðabliki. Hann lék tólf leiki með Blikum í Pepsi-deildinni auk fjögurra bikarleikja. Viggó í leik með Breiðabliki sumarið 2013.mynd/blikar.is Í leikjunum tólf í Pepsi-deildinni gaf Viggó þrjár stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mark. Stoðsendingarnar og vítið sem hann náði í má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fótboltatilþrif Viggós Viggó fór aftur í Gróttu 2014 og það sumar skoraði hann ellefu mörk í 20 leikjum í 2. deildinni. Það voru síðustu leikir Viggós í meistaraflokki í fótbolta. Hann tók aftur upp þráðinn í handboltanum með Gróttu og tímabilið 2014-15 var hann markahæstur í 1. deildinni sem Seltirningar unnu með yfirburðum. Viggó skoraði 192 mörk í 22 leikjum, eða 8,7 mörk að meðaltali í leik. Tímabilið 2015-16 lék Viggó svo með Gróttu í Olís-deildinni. Seltirningar enduðu í 5. sæti og komust í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Valsmönnum. Viggó skoraði 117 mörk í 27 deildarleikjum og var næstmarkahæstur í liði Gróttu. Tveimur árum eftir að hafa tekið upp handboltaþráðinn að nýju var Viggó kominn í atvinnumennsku.vísir/vilhelm Sumarið 2016 samdi Viggó við Randers í Danmörku. Hann lék svo með West Wien í Austurríki um tveggja ára skeið áður en hann gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig fyrir þetta tímabil. Viggó stoppaði stutt við hjá Leipzig því í nóvember samdi hann við Wetzlar út tímabilið. Að því loknu gengur hann til liðs við Stuttgart. Þess má geta að Viggó er sonur bæjarstjórans á Seltjarnarnesi, Ásgerðar Halldórsdóttur. Viggó og félagar í íslenska landsliðinu mæta Ungverjalandi í lokaleik sínum í E-riðli á morgun. Vinni Íslendingar taka þeir tvö stig með sér í milliriðla.
EM 2020 í handbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Viggó aftur að fá nýjan samning í Þýskalandi Nóg að gera hjá Viggó Kristjánssyni við samningaborðið. 26. nóvember 2019 11:30 Hafa gaman af fótboltafortíð nýja íslenska handboltamannsins síns Viggó Kristjánsson er nýjasti íslenski leikmaðurinn í dönsku handboltadeildinni en hann hefur gengið frá samningi um að spila með Randers HH á næstu leiktíð. 3. júní 2016 08:26 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Viggó í landsliðið Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, hefur neyðst til þess að gera breytingu á landsliðshópi sínum. 15. október 2019 10:41 Viggó: Maður bætir sig hratt í Bundesligunni Viggó Kristjánsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta, er staðráðinn í að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. 26. október 2019 10:30 Ísland aldrei unnið stærri sigur á EM en í dag Ísland vann ellefu marka sigur á Rússlandi, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020. 13. janúar 2020 21:55 Íslendingar komnir í milliriðla en þurfa að vinna Ungverja Ísland er komið áfram í milliriðla á EM 2020 en þarf samt ennþá að vinna lokaleikinn í riðlakeppninni. 13. janúar 2020 21:27 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Uppgjör Henrys: Rússneski björninn á hlaðborði strákanna okkar Strákarnir okkur buðu til veislu í Malmö Arena í kvöld. Veisla sem verður lengi í minnum höfð. Stórkostlegur leikur hjá þeim og frábær ellefu marka sigur, 34-23, í húsi. Það voru engir aukaleikarar í kvöld. Bara stjörnur sem blómstruðu. 13. janúar 2020 20:30 Kynntu Viggó til leiks með fimmtán ára gamalli mynd af honum og Kretzschmar Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. 1. apríl 2019 23:00 Viggó: Mig hefur dreymt um þessa stund Nýliðinn af Seltjarnarnesinu, Viggó Kristjánsson, mun fá nokkuð stórt hlutverk á EM en hann deilir skyttustöðunni hægra megin með Alexander Peterssyni. 11. janúar 2020 13:30 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. 8. janúar 2020 11:00 Sportpakkinn: Viggó samdi við Wetzlar Viggó Kristjánsson hefur færst sig um set í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hann mun spila með Wetzlar það sem eftir er tímabils. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45
Viggó aftur að fá nýjan samning í Þýskalandi Nóg að gera hjá Viggó Kristjánssyni við samningaborðið. 26. nóvember 2019 11:30
Hafa gaman af fótboltafortíð nýja íslenska handboltamannsins síns Viggó Kristjánsson er nýjasti íslenski leikmaðurinn í dönsku handboltadeildinni en hann hefur gengið frá samningi um að spila með Randers HH á næstu leiktíð. 3. júní 2016 08:26
Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45
Viggó í landsliðið Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, hefur neyðst til þess að gera breytingu á landsliðshópi sínum. 15. október 2019 10:41
Viggó: Maður bætir sig hratt í Bundesligunni Viggó Kristjánsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta, er staðráðinn í að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. 26. október 2019 10:30
Ísland aldrei unnið stærri sigur á EM en í dag Ísland vann ellefu marka sigur á Rússlandi, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020. 13. janúar 2020 21:55
Íslendingar komnir í milliriðla en þurfa að vinna Ungverja Ísland er komið áfram í milliriðla á EM 2020 en þarf samt ennþá að vinna lokaleikinn í riðlakeppninni. 13. janúar 2020 21:27
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Uppgjör Henrys: Rússneski björninn á hlaðborði strákanna okkar Strákarnir okkur buðu til veislu í Malmö Arena í kvöld. Veisla sem verður lengi í minnum höfð. Stórkostlegur leikur hjá þeim og frábær ellefu marka sigur, 34-23, í húsi. Það voru engir aukaleikarar í kvöld. Bara stjörnur sem blómstruðu. 13. janúar 2020 20:30
Kynntu Viggó til leiks með fimmtán ára gamalli mynd af honum og Kretzschmar Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. 1. apríl 2019 23:00
Viggó: Mig hefur dreymt um þessa stund Nýliðinn af Seltjarnarnesinu, Viggó Kristjánsson, mun fá nokkuð stórt hlutverk á EM en hann deilir skyttustöðunni hægra megin með Alexander Peterssyni. 11. janúar 2020 13:30
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45
Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14
EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00
Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. 8. janúar 2020 11:00
Sportpakkinn: Viggó samdi við Wetzlar Viggó Kristjánsson hefur færst sig um set í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hann mun spila með Wetzlar það sem eftir er tímabils. 15. nóvember 2019 18:15