Vöxtur seinni bylgjunnar hægari en óvissan mikil Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 17:59 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira