Vöxtur seinni bylgjunnar hægari en óvissan mikil Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 17:59 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira