150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. janúar 2020 18:01 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19