Gular viðvaranir í kortunum um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 23:20 Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið á sunnudag eins og staðan er núna. Skjáskot/veðurstofan Gul stormviðvörun virkjast klukkan tvö á morgun á Austfjörðum og skömmu síðar á Austfjörðum og Suðausturlandi. Búist er við norðvestan stormi, 18-23 metrum á sekúndu. Þá gengur kröftug lægð yfir landið á sunnudag. Í öðrum landshlutum er útlit fyrir vestan fimm til þrettán metra á sekúndu á morgun. Þá verða víða dálítil él. Hiti á sunnan- og vestanverðu landinu verður um og yfir frostmarki en vægt frost annars staðar. Á laugardag falla gulu viðvaranirnar úr gildi og kólnar. Þá verður vaxandi sunnanátt á laugardagskvöldið en aðfaranótt sunnudags mun rigna talsvert og hvessa mikið. Gul stormviðvörun virkjast svo fyrir allt land á miðnætti á sunnudag. Búist er við sunnan stormi eða roki með mikilli rigningu. Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. „Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.“ Á vef Vegagerðarinnar segir að víðast hvar á landinu sé vetrarfærð en góðar aðstæður til ferðalaga, þó að hálku gæti víða. Þá var Flateyrarvegi, sem opnaður var undir eftirliti í dag, lokað klukkan tíu í kvöld af öryggisástæðum. Óvissustig er enn í gildi á svæðinu vegna snjóflóða. Veður Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Gul stormviðvörun virkjast klukkan tvö á morgun á Austfjörðum og skömmu síðar á Austfjörðum og Suðausturlandi. Búist er við norðvestan stormi, 18-23 metrum á sekúndu. Þá gengur kröftug lægð yfir landið á sunnudag. Í öðrum landshlutum er útlit fyrir vestan fimm til þrettán metra á sekúndu á morgun. Þá verða víða dálítil él. Hiti á sunnan- og vestanverðu landinu verður um og yfir frostmarki en vægt frost annars staðar. Á laugardag falla gulu viðvaranirnar úr gildi og kólnar. Þá verður vaxandi sunnanátt á laugardagskvöldið en aðfaranótt sunnudags mun rigna talsvert og hvessa mikið. Gul stormviðvörun virkjast svo fyrir allt land á miðnætti á sunnudag. Búist er við sunnan stormi eða roki með mikilli rigningu. Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. „Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.“ Á vef Vegagerðarinnar segir að víðast hvar á landinu sé vetrarfærð en góðar aðstæður til ferðalaga, þó að hálku gæti víða. Þá var Flateyrarvegi, sem opnaður var undir eftirliti í dag, lokað klukkan tíu í kvöld af öryggisástæðum. Óvissustig er enn í gildi á svæðinu vegna snjóflóða.
Veður Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent