Teitur um Ölla: Sextán ára var hann að fara svo illa með okkur á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 12:30 Teitur Örlygsson og Örlygur Aron Sturluson. Skjámynd/S2 Sport Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira