Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2020 14:12 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Vísir/Vilhelm Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent