Innlent

Þingnefnd ræðir gögn um hæfi Kristjáns Þórs á mánudaginn

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm

Sjávarútvegsráðuneytið hefur skilað svörum til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna Samherjamálsins.

Upplýsingabeiðni nefndarinnar var í þremur liðum og var send ráðuneytinu um miðjan desember. Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að sér hafi borist svör ráðuneytisins, sem hafði frest þangað til í gær til að skila gögnunum. Líneik segir að svörin verði kynnt á nefndarfundi á mánudag, þar sem næstu skref verði ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×