Erlent

Gera óspart grín að herbúningi geimhersins: „Hafa þeir aldrei séð geiminn áður?“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta finnst netverjum fyndið.
Þetta finnst netverjum fyndið. Mynd/Bandaríski geimherinn

Yfirmenn bandaríska geimhersins hafa staðið í ströngu við að verja litavalið á einkennisbúningi nýjustu herdeildar Bandaríkjahers. Netverjar hafa gert miskunnarlist grín að litavalinu.

Búningarnir eru í raun ekki mjög frábrugnir öðrum herbúningum. Eru þeir í hefðbundnum felulitum og bera þeir merki geimhersins, sem stofnaður var fyrir skömmu síðan.

Netverjar hafa hins vegar keppst við að benda á það að felulitirnir, jarðarlitir á borð við brúnan og grænan, muni varla þjóna tilgangi út í hinum kolsvarta geimi.

„Hafa þeir aldrei séð geiminn áður,“ spyr einn Twitter-notandi en BBC hefur tekið saman viðbrögð netverja vegna málsins.

Annar benti á muninn á felulitunum sem valdir voru og hinum ríkjandi lit í geimnum, sem er auðvitað kolsvartur. Felulitaðir búningar eiga að þjóna þeim tilgangi að auðvelda þeim sem klæðast þeim að falla betur að umhverfinu.

Geimherinn hefur bent á að verið sé að endurnýta búninga annarra deilda bandaríska hersins til þess að spara peninga. Þá muni búningarnir nýtast vel þegar geimhermenn séu að störfum ásamt öðrum hermönnum á jörðu niðri.

Þessar skýringar gerðu lítið til að draga úr gríninu en nokkur dæmi má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×