Telja eldana í Ástralíu hafa breytt landslaginu varanlega Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 10:15 Grænir sprotar skjótast upp úr öskunni eftir gróðurelda í Bilpin í Ástralíu. Skóglendi getur jafnað sig eftir elda en það gæti tekið áratugi eða aldir. Vísir/EPA Vísindamenn í Ástralíu telja að sögulegir gróðureldar síðustu mánaða hafið valdið varanlegum breytingum á landslagi landsins. Jafnvel skóglendi sem er lagað að reglulegum eldum jafni sig mögulega aldrei að fullu. Eldarnir í Ástralíu hafa brunnið frá því í september og hafa valdið bæði mannskaða og eignatjóni. Alls hafa um 104.000 ferkílómetrar lands brunnið og hefur umfang eldanna verið rakið til hitabylgna og þurrks sem skapaði kjöraðstæður fyrir gróðurelda. AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld geri nú áætlanir um að sá aftur á brenndum svæðum til að flýta fyrir því að trjágróður vaxi aftur. Það tæki ella áratugi eða aldir. Skógfræðingar og aðrir vísindamenn vara þó við því að slíkar aðgerðir eigi hugsanlega eftir að duga skammt. Fyrir eldana hafi vistfræðingar skipt áströlskum gróðri í tvo flokka, annars vegar landslag sem var aðlagað reglulegum eldum og hins vegar svæði sem ekki brunnu. Eldarnir nú hafa ekki virt neinar slíkar skilgreiningar og hafa jafnvel regnskógar og vott mólendi brunnið. „Hver sem er hefði sagt að þessi skógar brynnu ekki, að það væri ekki nægur eldsmatur og að þeir væru blautir. Þeir brunnu samt. Loftslagsbreytingar eiga sér stað núna og við sjáum áhrif þeirra,“ segir Sebastian Pfautsch, rannsakandi við Háskólann í Vestur-Sydney, við AP. Hækkandi hiti, skæðari þurrkar og tíðari gróðureldar gætu gert jafnvel skóglendi sem er aðlagað eldum ómögulegt að ná sér að fullu. Roger Kitching, vistfræðingur við Griffith-háskólann í Queensland, segir að það eigi eftir að taka lengri tíma og ganga verr fyrir gróðurinn að náð vopnum sínum aftur. „Í staðinn fyrir að vistkerfi taki áratug gæti það tekið öld eða meira að ná sér að því gefnu að við fáum ekki annað gróðureldatímabil af þessari stærðargráðu í bráð,“ segir Kitching. Vallabía gægist í gegnum brenndar greinar nærri Cobargo í Nýja Suður-Wales. Gróðureldarnir hafa drepið milljónir villtra dýra sem áttu sér engrar undankomu auðið.Vísir/EPA Skógar gætu breyst í gresjur með endurteknum eldum Eldarnir nú hafi einnig verið svo ákafir að þeir hafi skilið fá svæði eftir sig þangað sem dýralíf gat hörfað. Diana Fisher, vistfræðingur við Queensland-háskóla, segir að froskar og skriðdýr í Eungella-þjóðgarðinum þar sem eldar hafa brunnið séu hættu. Þar séu tegundir sem búi hvergi annars staðar. Meirihluti svæðanna sem hafa brunnið í eldunum nú er skóglendi að sögn vísindamanna í Nýja Suður-Wales og Viktoríu, alls um 64.000 ferkílómetrar. Til samanburðar hafa um 4.100 ferkílómetrar skóglendis brunnið árlega í Ástralíu frá 2002. Owen Price, vísindamaður við Háskólann í Wollongong, segir að búast megi við því skóglendið vaxi aftur á endanum þó að það taki langan tíma. Endurteknir skógareldar auka þó líkurnar á að það breytist í gresjur eða opið trjálendi. Sérfræðingar búast við því að með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna eigi gróðureldar eftir að verða enn tíðari vegna hlýrra og þurrara loftslags. Þrátt fyrir að gróðurbelti geti færst til með tímanum eiga slíkar breytingar sér yfirleitt stað yfir þúsundir ára, ekki þá nokkru áratugi sem loftslagið er að breytast á vegna athafna manna. Til að bregðast við hlýrra og þurrara loftslagi hafa róttækar hugmyndir skotið upp kollinum. Price nefnir möguleikann á úðarakerfi í regnskógum til að verja þá fyrir þurrki og eldum eða að loka skóglendi fyrir öllum gestum þegar mikil hætta er talin á íkveikju. Pfautsch segir að yfirvöld gætu þurft að endurskoða algerlega umsjón skóga. Þannig gætu þau þurft að gróðursetja tré á svæðum sem henta þeim ekki endilega nú en geri það eftir fimmtíu ár til viðbótar af manngerðri hlýnun jarðar. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18 Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru meðal þeirra látnu. 12. janúar 2020 09:01 Úrhelli og flóðahætta þar sem gróðureldar geisa Slökkviliðsmenn segja að úrkoman hjálpi til við að ná tökum á eldunum sem hafa geisað frá því í september. 18. janúar 2020 08:01 Reykur frá kjarreldunum klárar hringferð um hnöttinn Reykurinn frá kjarreldunum í Ástralíu er nú á leið í kringum hnöttinn og ekki er langt í að hann reykjarbólstrinn nái aftur til Ástralíu. 14. janúar 2020 06:47 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu telja að sögulegir gróðureldar síðustu mánaða hafið valdið varanlegum breytingum á landslagi landsins. Jafnvel skóglendi sem er lagað að reglulegum eldum jafni sig mögulega aldrei að fullu. Eldarnir í Ástralíu hafa brunnið frá því í september og hafa valdið bæði mannskaða og eignatjóni. Alls hafa um 104.000 ferkílómetrar lands brunnið og hefur umfang eldanna verið rakið til hitabylgna og þurrks sem skapaði kjöraðstæður fyrir gróðurelda. AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld geri nú áætlanir um að sá aftur á brenndum svæðum til að flýta fyrir því að trjágróður vaxi aftur. Það tæki ella áratugi eða aldir. Skógfræðingar og aðrir vísindamenn vara þó við því að slíkar aðgerðir eigi hugsanlega eftir að duga skammt. Fyrir eldana hafi vistfræðingar skipt áströlskum gróðri í tvo flokka, annars vegar landslag sem var aðlagað reglulegum eldum og hins vegar svæði sem ekki brunnu. Eldarnir nú hafa ekki virt neinar slíkar skilgreiningar og hafa jafnvel regnskógar og vott mólendi brunnið. „Hver sem er hefði sagt að þessi skógar brynnu ekki, að það væri ekki nægur eldsmatur og að þeir væru blautir. Þeir brunnu samt. Loftslagsbreytingar eiga sér stað núna og við sjáum áhrif þeirra,“ segir Sebastian Pfautsch, rannsakandi við Háskólann í Vestur-Sydney, við AP. Hækkandi hiti, skæðari þurrkar og tíðari gróðureldar gætu gert jafnvel skóglendi sem er aðlagað eldum ómögulegt að ná sér að fullu. Roger Kitching, vistfræðingur við Griffith-háskólann í Queensland, segir að það eigi eftir að taka lengri tíma og ganga verr fyrir gróðurinn að náð vopnum sínum aftur. „Í staðinn fyrir að vistkerfi taki áratug gæti það tekið öld eða meira að ná sér að því gefnu að við fáum ekki annað gróðureldatímabil af þessari stærðargráðu í bráð,“ segir Kitching. Vallabía gægist í gegnum brenndar greinar nærri Cobargo í Nýja Suður-Wales. Gróðureldarnir hafa drepið milljónir villtra dýra sem áttu sér engrar undankomu auðið.Vísir/EPA Skógar gætu breyst í gresjur með endurteknum eldum Eldarnir nú hafi einnig verið svo ákafir að þeir hafi skilið fá svæði eftir sig þangað sem dýralíf gat hörfað. Diana Fisher, vistfræðingur við Queensland-háskóla, segir að froskar og skriðdýr í Eungella-þjóðgarðinum þar sem eldar hafa brunnið séu hættu. Þar séu tegundir sem búi hvergi annars staðar. Meirihluti svæðanna sem hafa brunnið í eldunum nú er skóglendi að sögn vísindamanna í Nýja Suður-Wales og Viktoríu, alls um 64.000 ferkílómetrar. Til samanburðar hafa um 4.100 ferkílómetrar skóglendis brunnið árlega í Ástralíu frá 2002. Owen Price, vísindamaður við Háskólann í Wollongong, segir að búast megi við því skóglendið vaxi aftur á endanum þó að það taki langan tíma. Endurteknir skógareldar auka þó líkurnar á að það breytist í gresjur eða opið trjálendi. Sérfræðingar búast við því að með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna eigi gróðureldar eftir að verða enn tíðari vegna hlýrra og þurrara loftslags. Þrátt fyrir að gróðurbelti geti færst til með tímanum eiga slíkar breytingar sér yfirleitt stað yfir þúsundir ára, ekki þá nokkru áratugi sem loftslagið er að breytast á vegna athafna manna. Til að bregðast við hlýrra og þurrara loftslagi hafa róttækar hugmyndir skotið upp kollinum. Price nefnir möguleikann á úðarakerfi í regnskógum til að verja þá fyrir þurrki og eldum eða að loka skóglendi fyrir öllum gestum þegar mikil hætta er talin á íkveikju. Pfautsch segir að yfirvöld gætu þurft að endurskoða algerlega umsjón skóga. Þannig gætu þau þurft að gróðursetja tré á svæðum sem henta þeim ekki endilega nú en geri það eftir fimmtíu ár til viðbótar af manngerðri hlýnun jarðar.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18 Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru meðal þeirra látnu. 12. janúar 2020 09:01 Úrhelli og flóðahætta þar sem gróðureldar geisa Slökkviliðsmenn segja að úrkoman hjálpi til við að ná tökum á eldunum sem hafa geisað frá því í september. 18. janúar 2020 08:01 Reykur frá kjarreldunum klárar hringferð um hnöttinn Reykurinn frá kjarreldunum í Ástralíu er nú á leið í kringum hnöttinn og ekki er langt í að hann reykjarbólstrinn nái aftur til Ástralíu. 14. janúar 2020 06:47 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18
Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru meðal þeirra látnu. 12. janúar 2020 09:01
Úrhelli og flóðahætta þar sem gróðureldar geisa Slökkviliðsmenn segja að úrkoman hjálpi til við að ná tökum á eldunum sem hafa geisað frá því í september. 18. janúar 2020 08:01
Reykur frá kjarreldunum klárar hringferð um hnöttinn Reykurinn frá kjarreldunum í Ástralíu er nú á leið í kringum hnöttinn og ekki er langt í að hann reykjarbólstrinn nái aftur til Ástralíu. 14. janúar 2020 06:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila