Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 13:02 vísir/vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“ Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“
Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30
Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20