Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 19:00 Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. vísir/bára Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira