Gæti Ísland orðið að paradís fyrir fjarvinnufólk? Sarah Pike skrifar 14. ágúst 2020 13:30 Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun