Æðsti yfirmaður herafla Taívans, hershöfðinginn Shen Yi-ming, lét lífið í þyrlsuslysi í morgun en auk hans fórust sjö aðrir í slysinu.
Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins segir að fimm hafi komist lífs af þegar þyrlan hrapaði í fjalllendi í grennd við höfuðborgina Taípei.
Vélin var á leið frá höfuðborginni til norðuausturhluta Taívan þar sem fólkið ætlaði að taka þátt í hátíðarhöldum.
Vélin var af gerðinni Blackhawk og virðist hún hafa hrapað skyndilega aðeins um tíu mínútum eftir flugtak.
Rannsókn er hafin á orsökum slyssins.
Yfirmaður herafla Taívans fórst í þyrluslysi
