Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Vegurinn þar sem rútan valt var nýlega endurbættur á um átta kílóbetra kafla. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54
Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57