Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Vegurinn þar sem rútan valt var nýlega endurbættur á um átta kílóbetra kafla. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54
Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57