„Dönsum saman inn í 2020 sem afskaplega hamingjusamt kærustupar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2020 11:30 Heiða Ólafs lenti í erfiðu bílslysi árið 2018. Mynd / ÓLÖF ERLA/SVART DESIGN Heiða Ólafsdóttir, söngkona, og Helgi Páll Helgason eru nýtt par en þau hefja nýja árið með því að skrá sig formlega í samband á Facebook - „in a relationship“ eins og svo margir kannast við. Heiða greinir sjálf frá aðdraganda þess að þau hittust á árinu 2019 í langri færslu á Facebook. Þar talar hún um fjölmörg atriði sem hún sé þakklát fyrir en einnig um erfiða tíma sem hún upplifði í fyrra og hefur verið að glíma við. Meðal annars hafi verið erfitt að ljúka sambandinu við Snorra Snorrasyni en þau höfðu verið par í um fimm ár. „Þessi dökku ský voru oft og náðu oft að stjórna líðan minni en ég var komin á þann stað þarna að ná einhverskonar forgangsröðun og hún var önnur en ég hafði leyft henni að vera undanfarin ár. Það er að hluta til út af þessu blessaða bílslysi sem ég lenti í 2018 og leiðinda afleiðingum þess sem ég er laus við mikla þyngd af bakinu mínu þannig að hlutir gerast yfirleitt af ástæðu þó svo stundum sjái maður það ekki alveg strax.“ Hún segist hafa verið föst í mjög eitruðum aðstæðum og loksins séð það þegar hún gat horft á hlutina utan frá. Í fyrsta sinn að taka inn kvíðalyf „Öll reynsla er til að kenna manni eitthvað. Mér mun alltaf þykja vænt um það hvað ég hef mikla von og bjartsýni en þegar öfl í kringum mann voru farin að kæfa það niður í mér að þá varð ég að stoppa. Ég var farin að taka kvíðalyf í fyrsta sinn á ævinni, ég hef verið í stöðugu fight or flight mode í alltof langan tíma með tilheyrandi álagi á líkama og sál. En nú í lok árs er ég hætt á kvíðalyfjum og get sem betur fer notað aðrar aðferðir sem hjálpa mér þó svo ég skilji að það hentar alls ekki öllum, lyf eru oft mikil nauðsyn og hjálp,“ ritar Heiða en hún fór að deila miklu af hennar daglega lífi á samfélagsmiðlum. „Ég er ótrúlega opin manneskja en þannig er mál með vexti að ég kýs að deila gleðistundunum, venjulegum og óvenjulegum dögum en ég læt alveg vera að tjá mig um erfiðleika.“ Heiða segist ekki hafa getað sinnt starfi sínu sem flugfreyja síðan í desember fyrir rúmlega ári síðan. „Ég er í endurhæfingu og svo mun ég byrja árið með stæl en ég fer í bakskólann/verkjadeildina í Stykkishólmi í tvær vikur í byrjun árs 2020 og í framhaldi af því í starfsgetumat hjá Virk.“ Hún segir að síðastliðin ár hafi verið persónulega mjög erfitt. Fékk hjálp fagaðila „Leiðir skildu hjá mér og barnsföðurnum. Það hefur tekið verulega á og ég hef grátið heilu ánum af tárum. En þetta var því miður óumflýjanlegt og í forgang setti ég son minn, ljósið í lífi mínu, og mig sjálfa. Því þegar maður er í veikindaleyfi í lengri tíma þá, eins og gefur að skilja, á maður ekki mikið afgangs til að gefa en ég gleymdi því miður mér og gaf orkuna mína í að „hjálpa“ að ég hélt, sem síðan gerði ef til vill akkúrat öfugt við að hjálpa. En með hjálp fagaðila er ég að læra að ég ber eingöngu ábyrgð á sjálfri mér og syni mínum.“ Helgi Páll kom inn í líf Heiðu á besta tíma „Lífið getur verið svo ótrúlegt og óútreiknanlegt og farið með mann eitthvert sem mann hefði ekki grunað. En það gerðist í haust að algjörlega óvænt lágu leiðir mínar og hans frábæra Helga míns saman í afmæli hjá sameiginlegum vinum. Ef við hefðum ekki hittst þar held ég að við hefðum aldrei hist því við komum úr allt öðrum áttum í lífinu. En við áttum að hittast, það er á hreinu, því við smullum saman og dönsum saman inn í 2020 sem afskaplega hamingjusamt kærustupar með fullt af skemmtilegum ævintýrum framundan. Hann var sendur til mín til þess að hjálpa mér að sjá lífið eins og það getur og á að vera. Með maka sem ég þarf ekkert að bjarga og hann ekki heldur mér. Þannig að við mætumst á svo fullkomlega heilbrigðum stað og vá hvað það er frískandi og auðvitað svo eðlilegt, en eitthvað eðlilegt er eitthvað sem var komið langt út úr mínu lífi hvað svona mál varðar.“ Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Heiða Ólafsdóttir tekst á við afleiðingar umferðarslyss og áfallastreituröskun syngjandi bjartsýn. Hún segir lagasmíðar hafa bjargað geðheilsu sinni en afraksturinn má heyra á nýrri plötu, Ylur, sem hún fagnar með tónleikum á föstudagskvöld. 21. mars 2019 07:45 Músíkalskt og heimakært par Músíkalska parið Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eiga fallegt heimili í Kópavoginum. Uppáhaldsstaðurinn er stóra borðstofuborðið þar sem þau halda oft matarboð en matseld er eitt af áhugamálum þeirra. 9. maí 2018 06:00 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Heiða Ólafsdóttir, söngkona, og Helgi Páll Helgason eru nýtt par en þau hefja nýja árið með því að skrá sig formlega í samband á Facebook - „in a relationship“ eins og svo margir kannast við. Heiða greinir sjálf frá aðdraganda þess að þau hittust á árinu 2019 í langri færslu á Facebook. Þar talar hún um fjölmörg atriði sem hún sé þakklát fyrir en einnig um erfiða tíma sem hún upplifði í fyrra og hefur verið að glíma við. Meðal annars hafi verið erfitt að ljúka sambandinu við Snorra Snorrasyni en þau höfðu verið par í um fimm ár. „Þessi dökku ský voru oft og náðu oft að stjórna líðan minni en ég var komin á þann stað þarna að ná einhverskonar forgangsröðun og hún var önnur en ég hafði leyft henni að vera undanfarin ár. Það er að hluta til út af þessu blessaða bílslysi sem ég lenti í 2018 og leiðinda afleiðingum þess sem ég er laus við mikla þyngd af bakinu mínu þannig að hlutir gerast yfirleitt af ástæðu þó svo stundum sjái maður það ekki alveg strax.“ Hún segist hafa verið föst í mjög eitruðum aðstæðum og loksins séð það þegar hún gat horft á hlutina utan frá. Í fyrsta sinn að taka inn kvíðalyf „Öll reynsla er til að kenna manni eitthvað. Mér mun alltaf þykja vænt um það hvað ég hef mikla von og bjartsýni en þegar öfl í kringum mann voru farin að kæfa það niður í mér að þá varð ég að stoppa. Ég var farin að taka kvíðalyf í fyrsta sinn á ævinni, ég hef verið í stöðugu fight or flight mode í alltof langan tíma með tilheyrandi álagi á líkama og sál. En nú í lok árs er ég hætt á kvíðalyfjum og get sem betur fer notað aðrar aðferðir sem hjálpa mér þó svo ég skilji að það hentar alls ekki öllum, lyf eru oft mikil nauðsyn og hjálp,“ ritar Heiða en hún fór að deila miklu af hennar daglega lífi á samfélagsmiðlum. „Ég er ótrúlega opin manneskja en þannig er mál með vexti að ég kýs að deila gleðistundunum, venjulegum og óvenjulegum dögum en ég læt alveg vera að tjá mig um erfiðleika.“ Heiða segist ekki hafa getað sinnt starfi sínu sem flugfreyja síðan í desember fyrir rúmlega ári síðan. „Ég er í endurhæfingu og svo mun ég byrja árið með stæl en ég fer í bakskólann/verkjadeildina í Stykkishólmi í tvær vikur í byrjun árs 2020 og í framhaldi af því í starfsgetumat hjá Virk.“ Hún segir að síðastliðin ár hafi verið persónulega mjög erfitt. Fékk hjálp fagaðila „Leiðir skildu hjá mér og barnsföðurnum. Það hefur tekið verulega á og ég hef grátið heilu ánum af tárum. En þetta var því miður óumflýjanlegt og í forgang setti ég son minn, ljósið í lífi mínu, og mig sjálfa. Því þegar maður er í veikindaleyfi í lengri tíma þá, eins og gefur að skilja, á maður ekki mikið afgangs til að gefa en ég gleymdi því miður mér og gaf orkuna mína í að „hjálpa“ að ég hélt, sem síðan gerði ef til vill akkúrat öfugt við að hjálpa. En með hjálp fagaðila er ég að læra að ég ber eingöngu ábyrgð á sjálfri mér og syni mínum.“ Helgi Páll kom inn í líf Heiðu á besta tíma „Lífið getur verið svo ótrúlegt og óútreiknanlegt og farið með mann eitthvert sem mann hefði ekki grunað. En það gerðist í haust að algjörlega óvænt lágu leiðir mínar og hans frábæra Helga míns saman í afmæli hjá sameiginlegum vinum. Ef við hefðum ekki hittst þar held ég að við hefðum aldrei hist því við komum úr allt öðrum áttum í lífinu. En við áttum að hittast, það er á hreinu, því við smullum saman og dönsum saman inn í 2020 sem afskaplega hamingjusamt kærustupar með fullt af skemmtilegum ævintýrum framundan. Hann var sendur til mín til þess að hjálpa mér að sjá lífið eins og það getur og á að vera. Með maka sem ég þarf ekkert að bjarga og hann ekki heldur mér. Þannig að við mætumst á svo fullkomlega heilbrigðum stað og vá hvað það er frískandi og auðvitað svo eðlilegt, en eitthvað eðlilegt er eitthvað sem var komið langt út úr mínu lífi hvað svona mál varðar.“
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Heiða Ólafsdóttir tekst á við afleiðingar umferðarslyss og áfallastreituröskun syngjandi bjartsýn. Hún segir lagasmíðar hafa bjargað geðheilsu sinni en afraksturinn má heyra á nýrri plötu, Ylur, sem hún fagnar með tónleikum á föstudagskvöld. 21. mars 2019 07:45 Músíkalskt og heimakært par Músíkalska parið Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eiga fallegt heimili í Kópavoginum. Uppáhaldsstaðurinn er stóra borðstofuborðið þar sem þau halda oft matarboð en matseld er eitt af áhugamálum þeirra. 9. maí 2018 06:00 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Heiða Ólafsdóttir tekst á við afleiðingar umferðarslyss og áfallastreituröskun syngjandi bjartsýn. Hún segir lagasmíðar hafa bjargað geðheilsu sinni en afraksturinn má heyra á nýrri plötu, Ylur, sem hún fagnar með tónleikum á föstudagskvöld. 21. mars 2019 07:45
Músíkalskt og heimakært par Músíkalska parið Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eiga fallegt heimili í Kópavoginum. Uppáhaldsstaðurinn er stóra borðstofuborðið þar sem þau halda oft matarboð en matseld er eitt af áhugamálum þeirra. 9. maí 2018 06:00