Lesskilningur og mennska Gísli Halldór Halldórsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Flestum er orðið ljóst að fjórða iðnbyltingin mun leiða til gríðarlegra framfara og svo mikilla breytinga að við getum varla gert okkur í hugarlund hvaða framtíð hún býr okkur. Leggja verður ríka áherslu á að nýta öll þau tækifæri sem fylgja þessari þróun og ekki síst þau sem bjóðast nú þegar. Einhver stærstu tækifærin í því nýja hagkerfi, sem vaxa mun af rótum stafrænnar þróunar, liggja í aukinni þjónustu og umönnun. Um leið og fjöldi starfa verður úreltur á næstu árum þá mun fjölga störfum í þjónustu sem miðar að innihaldsríkara lífi fyrir alla. Betri og meiri leikskólaþjónusta, aukin tækifæri fyrir fatlað fólk, bættur aðbúnaður fyrir aldraða og aukin umönnun til þeirra sem á þurfa að halda eru dæmi um verkefni sem hægt verður að sinna betur og gera hærra undir höfði. Við eigum að beina sjónum okkar í auknum mæli að uppbyggingu í þessum málaflokkum. Það eru þó alltaf tvær hliðar á öllum málum. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boðið nokkuð gott,“ sagði bakaradrengurinn í Dýrunum í Hálsaskógi. Það gildir líka á hinn veginn. Snjallvæðingin lofar okkur góðu lífi og bættri heilsu. Það er samt sem áður að verða æ betur ljóst að snjallsíminn og ýmsir fylgifiskar tækninnar geta haft slæm áhrif á líðan og heilbrigði fólks. Brýnt er að við lærum að umgangast tæknina þannig að hún verði okkur sem mest til góðs og sem minnst til ills. Mannleg samskipti Okkur hættir til að gefa snjallsímum og áreiti frá þeim of mikið af okkar tíma og athygli. Samskiptin sem við eigum þar, t.d. á samfélagsmiðlum, hafa jafnvel dregið úr samskiptum okkar í raunheimum. Þetta getur verið vandamál því það kemur engin tækni í staðinn fyrir bein samskipti með líkamlegri nærveru. Þetta er líffræðilegs eðlis, nærvera og samskipti eru manninum jafnmikilvæg og næring. Maðurinn þróaðist sem félagsvera. Hann var ekki sterkasta dýrið, hljóp ekki hraðast og var á margan hátt væskilslegur í samanburði við mörg önnur dýr. Sérstaða mannsins og undirstaða sigurgöngu hans í náttúrunni var hugarstarfsemin og geta hans til samskipta og talmáls. Mennirnir héldu sig í hópum og gerðu hlutina betur í sameiningu en hver fyrir sig. Maður án samfélags er eins og fiskur á þurru landi. Einvera er manninum ónáttúrulegt ástand og líkamleg viðbrögð okkar flestra við slíku ástandi eru streita og kvíði. Einmanakennd hefur aldrei verið algengari en í dag, í vestrænum samfélögum, og líklegt að tækni, hagstefnur, heimsmynd og pólitískar stefnur tuttugustu aldarinnar hafi leitt okkur á glapstigu á einhverjum sviðum – þó að framfarir hafi orðið í flestu sem varðar velferð okkar. Lesskilningur Niðurstöður úr nýrri PISA könnun hafa að venju valdið usla í íslensku samfélagi og sérstaklega hefur það valdið ráðamönnum og almenningi áhyggjum að frammistaða nemenda í lesskilningi hér á landi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD. Staðan hefur farið sífellt versnandi hjá okkur síðastliðinn áratug. Umræðan er farin að endurtaka sig hvert sinn sem niðurstöður berast og beinist helst að grunnskólum. Það er skiljanlegt, börnin sem taka þessa PISA könnun eru jú í grunnskóla. Kannski liggja mistök okkar í því að einblína um of á grunnskólann og halda að þar nægi að rétta kúrsinn til að bæta lesskilning barna okkar. Stöldrum aðeins við og veltum þessu fyrir okkur. Í grunnskólum þessa lands – og reyndar í leikskólum líka – er upp til hópa fólk með mikla menntun og reynslu í því sem þar er verið að fást við. Stjórnvöld hafa gert kröfur til kennara um fimm ára nám – meistarapróf. Kennarar afla sér almennt nýjustu þekkingar á hverju einasta ári, vinna saman að skólaþróun og læra hver af öðrum. Fólkið sem starfar í grunnskólum okkar og leikskólum veit því almennt upp á hár hvernig standa á að kennslu. Varla finnst í nokkurri annarri atvinnugrein á Íslandi, með jafn almennum hætti, önnur eins fagmennska og sú sem er viðhöfð í grunnskólum og leikskólum. Vissulega má greiða úr því heftandi og streituvaldandi umhverfi sem ríkið, sveitarfélögin og kennararsambandið hafa búið kennurum í gegnum tíðina, með mínútu- og baunatalningum í kjarasamningum. Það má þó vera nokkuð ljóst að skólarnir eru ekki orsök vandans, þegar kemur að lesskilningi. Vandinn liggur heima Góður skóli leysir ekki af hólmi mannleg samskipti eða hlutverk foreldra – ekki frekar en snjallsímarnir. Góður leikskóli getur ekki kennt börnum að tala venjulegt fjölskrúðugt tungumál eins og það sem við lærðum hjá afa og ömmu, pabba og mömmu, frænkum og frændum og vinafólki sem sat að spjalli við eldhúsborðið heima hjá okkur. Slíkar samræður eru almennt ekki eitthvað sem börn sjá og heyra í leikskóla – og heldur ekki í barnaefninu í sjónvarpinu. Hluti af því líffræðilega kerfi sem gerir okkur háð mannlegum samskiptum er það sem kallað er spegilfrumur. Svo vitnað sé beint í Wikipediu: „Spegilfrumur eru taugafrumur í heilanum sem „spegla“ vissa hegðan, bæði þegar einstaklingur framkvæmir vissa athöfn og einnig þegar hann tekur eftir sömu athöfn hjá öðrum einstaklingi. Spegilfrumurnar eru aðallega á svæðum sem notuð eru til að vinna úr tungumáli hjá manninum og eru af mörgum taldar lykillinn að skilningi einstaklings á aðgerðum annarra og til að læra með því að herma eftir.“ Lestur er hægt að kenna í skólanum – og það er gert – en lesskilningur kemur ekki nema með lestri og hlustun á venjulegt fólk tala venjulegt mál um venjulega hluti. Það er okkar, sem erum fjölskylda barnsins, að kynna fyrir því skemmtilegan lestur, eða fræðandi, með því að lesa fyrir börnin og með því að kynna fyrir þeim áhugavert lesefni. Það getur ekki verið hlutverk skólans að sjá til þess að við lesum með barninu heima, jafnvel einhverja bók sem hvorki við eða barnið höfum gaman af. Það er miklu skemmtilegra, fyrir bæði barnið og okkur sjálf, að við lesum fyrir barnið og með barninu, af eigin hvötum, þangað til barnið getur lesið sjálft. Um leið og barnið lærir þannig lestur og málskilning nýtur það ánægjulegrar og lífsnauðsynlegrar nærveru við lifandi manneskju. Það er engin tækni, ekkert verkfæri, enginn kjarasamningur og ekkert lagafrumvarp sem mun bjarga okkur út úr þeirri klemmu sem við erum í – aðeins við sjálf. Lausnin er einföld og skemmtileg Leggið frá ykkur raftækin og talið við börnin, talið saman fyrir framan börnin, lesið fyrir þau. Það er engin önnur leið og þessi leið mun ekki aðeins gagnast börnunum, heldur öllum þeim sem taka þátt – því að mannleg samskipti bæta lífsgæði, draga úr streitu og minnka kvíða. Það er líffræðileg staðreynd. Mannleg samskipti verða grunnurinn sem fjórða hagkerfið hvílir á.Höfundur er bæjarstjóri Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Gísli Halldór Halldórsson Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flestum er orðið ljóst að fjórða iðnbyltingin mun leiða til gríðarlegra framfara og svo mikilla breytinga að við getum varla gert okkur í hugarlund hvaða framtíð hún býr okkur. Leggja verður ríka áherslu á að nýta öll þau tækifæri sem fylgja þessari þróun og ekki síst þau sem bjóðast nú þegar. Einhver stærstu tækifærin í því nýja hagkerfi, sem vaxa mun af rótum stafrænnar þróunar, liggja í aukinni þjónustu og umönnun. Um leið og fjöldi starfa verður úreltur á næstu árum þá mun fjölga störfum í þjónustu sem miðar að innihaldsríkara lífi fyrir alla. Betri og meiri leikskólaþjónusta, aukin tækifæri fyrir fatlað fólk, bættur aðbúnaður fyrir aldraða og aukin umönnun til þeirra sem á þurfa að halda eru dæmi um verkefni sem hægt verður að sinna betur og gera hærra undir höfði. Við eigum að beina sjónum okkar í auknum mæli að uppbyggingu í þessum málaflokkum. Það eru þó alltaf tvær hliðar á öllum málum. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boðið nokkuð gott,“ sagði bakaradrengurinn í Dýrunum í Hálsaskógi. Það gildir líka á hinn veginn. Snjallvæðingin lofar okkur góðu lífi og bættri heilsu. Það er samt sem áður að verða æ betur ljóst að snjallsíminn og ýmsir fylgifiskar tækninnar geta haft slæm áhrif á líðan og heilbrigði fólks. Brýnt er að við lærum að umgangast tæknina þannig að hún verði okkur sem mest til góðs og sem minnst til ills. Mannleg samskipti Okkur hættir til að gefa snjallsímum og áreiti frá þeim of mikið af okkar tíma og athygli. Samskiptin sem við eigum þar, t.d. á samfélagsmiðlum, hafa jafnvel dregið úr samskiptum okkar í raunheimum. Þetta getur verið vandamál því það kemur engin tækni í staðinn fyrir bein samskipti með líkamlegri nærveru. Þetta er líffræðilegs eðlis, nærvera og samskipti eru manninum jafnmikilvæg og næring. Maðurinn þróaðist sem félagsvera. Hann var ekki sterkasta dýrið, hljóp ekki hraðast og var á margan hátt væskilslegur í samanburði við mörg önnur dýr. Sérstaða mannsins og undirstaða sigurgöngu hans í náttúrunni var hugarstarfsemin og geta hans til samskipta og talmáls. Mennirnir héldu sig í hópum og gerðu hlutina betur í sameiningu en hver fyrir sig. Maður án samfélags er eins og fiskur á þurru landi. Einvera er manninum ónáttúrulegt ástand og líkamleg viðbrögð okkar flestra við slíku ástandi eru streita og kvíði. Einmanakennd hefur aldrei verið algengari en í dag, í vestrænum samfélögum, og líklegt að tækni, hagstefnur, heimsmynd og pólitískar stefnur tuttugustu aldarinnar hafi leitt okkur á glapstigu á einhverjum sviðum – þó að framfarir hafi orðið í flestu sem varðar velferð okkar. Lesskilningur Niðurstöður úr nýrri PISA könnun hafa að venju valdið usla í íslensku samfélagi og sérstaklega hefur það valdið ráðamönnum og almenningi áhyggjum að frammistaða nemenda í lesskilningi hér á landi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD. Staðan hefur farið sífellt versnandi hjá okkur síðastliðinn áratug. Umræðan er farin að endurtaka sig hvert sinn sem niðurstöður berast og beinist helst að grunnskólum. Það er skiljanlegt, börnin sem taka þessa PISA könnun eru jú í grunnskóla. Kannski liggja mistök okkar í því að einblína um of á grunnskólann og halda að þar nægi að rétta kúrsinn til að bæta lesskilning barna okkar. Stöldrum aðeins við og veltum þessu fyrir okkur. Í grunnskólum þessa lands – og reyndar í leikskólum líka – er upp til hópa fólk með mikla menntun og reynslu í því sem þar er verið að fást við. Stjórnvöld hafa gert kröfur til kennara um fimm ára nám – meistarapróf. Kennarar afla sér almennt nýjustu þekkingar á hverju einasta ári, vinna saman að skólaþróun og læra hver af öðrum. Fólkið sem starfar í grunnskólum okkar og leikskólum veit því almennt upp á hár hvernig standa á að kennslu. Varla finnst í nokkurri annarri atvinnugrein á Íslandi, með jafn almennum hætti, önnur eins fagmennska og sú sem er viðhöfð í grunnskólum og leikskólum. Vissulega má greiða úr því heftandi og streituvaldandi umhverfi sem ríkið, sveitarfélögin og kennararsambandið hafa búið kennurum í gegnum tíðina, með mínútu- og baunatalningum í kjarasamningum. Það má þó vera nokkuð ljóst að skólarnir eru ekki orsök vandans, þegar kemur að lesskilningi. Vandinn liggur heima Góður skóli leysir ekki af hólmi mannleg samskipti eða hlutverk foreldra – ekki frekar en snjallsímarnir. Góður leikskóli getur ekki kennt börnum að tala venjulegt fjölskrúðugt tungumál eins og það sem við lærðum hjá afa og ömmu, pabba og mömmu, frænkum og frændum og vinafólki sem sat að spjalli við eldhúsborðið heima hjá okkur. Slíkar samræður eru almennt ekki eitthvað sem börn sjá og heyra í leikskóla – og heldur ekki í barnaefninu í sjónvarpinu. Hluti af því líffræðilega kerfi sem gerir okkur háð mannlegum samskiptum er það sem kallað er spegilfrumur. Svo vitnað sé beint í Wikipediu: „Spegilfrumur eru taugafrumur í heilanum sem „spegla“ vissa hegðan, bæði þegar einstaklingur framkvæmir vissa athöfn og einnig þegar hann tekur eftir sömu athöfn hjá öðrum einstaklingi. Spegilfrumurnar eru aðallega á svæðum sem notuð eru til að vinna úr tungumáli hjá manninum og eru af mörgum taldar lykillinn að skilningi einstaklings á aðgerðum annarra og til að læra með því að herma eftir.“ Lestur er hægt að kenna í skólanum – og það er gert – en lesskilningur kemur ekki nema með lestri og hlustun á venjulegt fólk tala venjulegt mál um venjulega hluti. Það er okkar, sem erum fjölskylda barnsins, að kynna fyrir því skemmtilegan lestur, eða fræðandi, með því að lesa fyrir börnin og með því að kynna fyrir þeim áhugavert lesefni. Það getur ekki verið hlutverk skólans að sjá til þess að við lesum með barninu heima, jafnvel einhverja bók sem hvorki við eða barnið höfum gaman af. Það er miklu skemmtilegra, fyrir bæði barnið og okkur sjálf, að við lesum fyrir barnið og með barninu, af eigin hvötum, þangað til barnið getur lesið sjálft. Um leið og barnið lærir þannig lestur og málskilning nýtur það ánægjulegrar og lífsnauðsynlegrar nærveru við lifandi manneskju. Það er engin tækni, ekkert verkfæri, enginn kjarasamningur og ekkert lagafrumvarp sem mun bjarga okkur út úr þeirri klemmu sem við erum í – aðeins við sjálf. Lausnin er einföld og skemmtileg Leggið frá ykkur raftækin og talið við börnin, talið saman fyrir framan börnin, lesið fyrir þau. Það er engin önnur leið og þessi leið mun ekki aðeins gagnast börnunum, heldur öllum þeim sem taka þátt – því að mannleg samskipti bæta lífsgæði, draga úr streitu og minnka kvíða. Það er líffræðileg staðreynd. Mannleg samskipti verða grunnurinn sem fjórða hagkerfið hvílir á.Höfundur er bæjarstjóri Árborgar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun