Ráðleggur fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 12:30 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna. Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira