Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 15:30 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Áður hafði Icelandair Group fallið frá kaupum á öllu hlutafé í félaginu. Vísir/vilhelm Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug. Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug.
Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira