Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 18:30 Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23
Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45